Þögn er samþykki 16. júní 2010 06:00 Í ljósi umræðna síðustu mánuði um fíkniefnaleit í framhaldsskólum langar mig að velta eftirfarandi fram: Er ekki hagur okkar allra og þá ekki síst þeirra sem ekki neyta fíkniefna að vera öruggir í sínu umhverfi? Það að fíkniefnaleit með hundum fari fram í framhaldsskólum landsins tel ég vera góða leið til að skapa öryggi fyrir þá sem ekki neyta fíkniefna. Hingað til hefur markviss leit á ungmennum ekki talist undir mannréttindabrot, sbr. áfengisleit fyrir framhaldsskólaböll. Hefur þetta flokkast undir forvarnir. Er markviss fíkniefnaleit eitthvað annað? Þar erum við að tala um ólögleg fíkniefni. Flest okkar sem starfa í kringum ungt fólk vitum að fíkniefnasala fer fram mjög víða, framhaldsskólarnir eru þar engin undantekning. Eigum við bara að sætta okkur við það eða eigum við að gera eitthvað í því? Framhaldsskólar landsins eru opinberar byggingar, þar á fíkniefnasala ekki að fara fram (frekar en annarsstaðar). Til að sporna við því er markviss fíkniefnaleit góð leið. Sú leit sem framkvæmd var í Tækniskóla Íslands í vetur hefur verið umdeild. Var hún ekki framkvæmd vegna rökstudds gruns um að þar færi fram sala og neysla? Hvar eru þessar upplýsingar? Hver var niðurstaða leitarinnar, fundust fíkniefni? Við megum ekki sofna á verðinum, það sem verið er að tala um eru ólögleg fíkniefni. Það að börn og unglingar geti nálgast þessi efni í skólanum sínum er ekki ásættanlegt. Til þess að breyta þessu verðum við öll að leggjast á eitt og ræða þetta stóra og mikla vandamál opinskátt. Það að þagga málið niður og fordæma jafnvel aðgerðir tel ég vera það sama og samþykki. Ég sem móðir og náms- og starfsráðgjafi ætla ekki að þegja um þetta og hvet aðra sem málið snertir til að gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi umræðna síðustu mánuði um fíkniefnaleit í framhaldsskólum langar mig að velta eftirfarandi fram: Er ekki hagur okkar allra og þá ekki síst þeirra sem ekki neyta fíkniefna að vera öruggir í sínu umhverfi? Það að fíkniefnaleit með hundum fari fram í framhaldsskólum landsins tel ég vera góða leið til að skapa öryggi fyrir þá sem ekki neyta fíkniefna. Hingað til hefur markviss leit á ungmennum ekki talist undir mannréttindabrot, sbr. áfengisleit fyrir framhaldsskólaböll. Hefur þetta flokkast undir forvarnir. Er markviss fíkniefnaleit eitthvað annað? Þar erum við að tala um ólögleg fíkniefni. Flest okkar sem starfa í kringum ungt fólk vitum að fíkniefnasala fer fram mjög víða, framhaldsskólarnir eru þar engin undantekning. Eigum við bara að sætta okkur við það eða eigum við að gera eitthvað í því? Framhaldsskólar landsins eru opinberar byggingar, þar á fíkniefnasala ekki að fara fram (frekar en annarsstaðar). Til að sporna við því er markviss fíkniefnaleit góð leið. Sú leit sem framkvæmd var í Tækniskóla Íslands í vetur hefur verið umdeild. Var hún ekki framkvæmd vegna rökstudds gruns um að þar færi fram sala og neysla? Hvar eru þessar upplýsingar? Hver var niðurstaða leitarinnar, fundust fíkniefni? Við megum ekki sofna á verðinum, það sem verið er að tala um eru ólögleg fíkniefni. Það að börn og unglingar geti nálgast þessi efni í skólanum sínum er ekki ásættanlegt. Til þess að breyta þessu verðum við öll að leggjast á eitt og ræða þetta stóra og mikla vandamál opinskátt. Það að þagga málið niður og fordæma jafnvel aðgerðir tel ég vera það sama og samþykki. Ég sem móðir og náms- og starfsráðgjafi ætla ekki að þegja um þetta og hvet aðra sem málið snertir til að gera slíkt hið sama.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar