Rússar fagna nýliðanum í Formúlu 1 22. mars 2010 14:26 Robert Kubica og Vitaly Petrov aka báðir hjá Renault. Mynd: Getty Images Vitaly Petrov frá Rússlandi keyrði í sínu fyrsta Formúlu 1 móti í Barein á dögunum og stökk úr sautjánda sæti á ráslínu í það ellefta. En svo bilaði bíllinn eftir góða spretti. "Ég var mjög ánægður með helgina, nema lokastöðu mína. Ég gerði mistök í tímatökunni sem þýddi að ég færðist niður listann. Bíllinn var mjög góður á keppnisdag og ég er því bjartsýnn fyrir næsta mót", sagði Petrov. "Það var gott að ræsa af stað í fyrsta Formúlu 1 mótið og að komast framúr keppinautum eftir stöðubaráttu. Ég ætla að komast nær tíu fremstu í næsta móti, en ég undirbý mig samt alltaf af yfirvegun." Rússar hafa sýnt þátttöku Petrovs mikinn áhuga. "Ég hef fengið frábæran stuðning í Rússlandi, þó íþróttin sé nýmæli sem slíkt. Fólk er að læra inn á íþróttina smám saman. En það er mikil spenna og ég fengið mikið af jákvæðum skilaboðum. Það skapar þó ekki neina auka pressu á mig." Næsta verkefni Petrovs er að kanna brautina í Ástralíu sem verður ekin um næstu helgi. "Ég þarf að skoða beygjurnar, snerta malbikið og labba hring um brautina. Mér finnst ég rétt stemmdur og mun gera mitt besta og sjá hvað gerist", sagði Petrov. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Vitaly Petrov frá Rússlandi keyrði í sínu fyrsta Formúlu 1 móti í Barein á dögunum og stökk úr sautjánda sæti á ráslínu í það ellefta. En svo bilaði bíllinn eftir góða spretti. "Ég var mjög ánægður með helgina, nema lokastöðu mína. Ég gerði mistök í tímatökunni sem þýddi að ég færðist niður listann. Bíllinn var mjög góður á keppnisdag og ég er því bjartsýnn fyrir næsta mót", sagði Petrov. "Það var gott að ræsa af stað í fyrsta Formúlu 1 mótið og að komast framúr keppinautum eftir stöðubaráttu. Ég ætla að komast nær tíu fremstu í næsta móti, en ég undirbý mig samt alltaf af yfirvegun." Rússar hafa sýnt þátttöku Petrovs mikinn áhuga. "Ég hef fengið frábæran stuðning í Rússlandi, þó íþróttin sé nýmæli sem slíkt. Fólk er að læra inn á íþróttina smám saman. En það er mikil spenna og ég fengið mikið af jákvæðum skilaboðum. Það skapar þó ekki neina auka pressu á mig." Næsta verkefni Petrovs er að kanna brautina í Ástralíu sem verður ekin um næstu helgi. "Ég þarf að skoða beygjurnar, snerta malbikið og labba hring um brautina. Mér finnst ég rétt stemmdur og mun gera mitt besta og sjá hvað gerist", sagði Petrov.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira