Liðsskipanir Ferrari mega ekki skyggja á titilinn 3. nóvember 2010 14:19 Christian Horner hjá Red Bull og Martin Whitmarsh hjá McLaren ræða málin. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Martin Whitmarsh yfirmaður McLaren segir að sú staðreynd að Ferrari beitti liðsskipunum í móti í Þýskalandi í sumar megi ekki skemma fyrir Formúlu 1, ef Fernando Alonso verður meistari. Ferrari fékt sekt frá FIA eftir þýska kappaksturinn í sumar, en þá töldu dómarar að Felipe Massa hefðu hleypt Alonso framúr sér svo Alonso fengi fleiri stig í titilslagnum. Málið var síðan tekið fyrir af FIA á ný, en Ferrari fékk ekki frekari refsingu, en FIA gaf það út að reglur yrði endurskoðaðar í framtíðinni eins og segir í frétt um málið á autosport.com í dag. Whitmarsh segir að að hasarinn í kringum mótið í Þýskalandi sé liðin tíð og þó Alonso verði meistari vegna þeirra aukastiga sem hann fékk þar, þá megi það ekki skyggja á titilinn. Alonso er efstur í stigamótinu, 11 stigum á undan Mark Webber þegar tvö mót eru eftir og 5 ökumenn eiga möguleika á titlinum. "Við megum ekki láta það skyggja á titilinn hvað lið gerðu og gerðu ekki á keppnistímabilinu, sem hefur verið eitt það besta í sögu Formúlu 1", sagði Whitmarsh í símatíma með Vodafone og McLaren Mercedes liðinu, sem er fyrir hvert mót. "Þetta hefur verið frábært meistaramót og núna eru nokkrir með möguleika á titili frá þremur mismunandi liðum. Það er frábært og við höfum þrisvar náð fyrsta og öðru sæti í mótum og átti góðar og erfiðar stundir. Red Bull hefur fagnað og lent í vandræðum og Ferrari líka." Hann kvaðst jafnvel þó hann væri persónulega ekki sammála því sem gerðist í Þýsklandi að þá ætti það ekki að varpa skugga á árangur Ferrari. "Ég hef mínar skoðanir á útkomunni og ef nokkur annar en McLaren ökumaður vinnur, þá verður það svekkjandi... Ég ætla ekki að dæma það sem aðrir hafa gert. Við rekum lið á okkar hátt og skiljum reglurnar og það getur verið að önnur lið hafi annan skilning. Red Bull hefur búið til snöggan bíl og hafa verið samkeppnisfærir og Ferrari á viðurkenningu skylda fyrir árangur." "Hvað sem öðru við kemur, þá var Ferrari í vandræðum um mitt tímabilið og þeir hafa stigið upp úr því og eru mjög samkeppnisfærir og Alonso mikill keppnismaður." "Það er harður slagur um titilinn og Ferrari og Red Bull munu ekki staðna. Liðin munu gera allt til að sigra og það er það góða við meistaramótið. Það getur engin spáð í það hvort McLaren, Ferrari eða Red Bull verður hraðskreiðast á Interlagos brautinni", sagði Whimarsh um mótið á Interlagos um helgina. Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Martin Whitmarsh yfirmaður McLaren segir að sú staðreynd að Ferrari beitti liðsskipunum í móti í Þýskalandi í sumar megi ekki skemma fyrir Formúlu 1, ef Fernando Alonso verður meistari. Ferrari fékt sekt frá FIA eftir þýska kappaksturinn í sumar, en þá töldu dómarar að Felipe Massa hefðu hleypt Alonso framúr sér svo Alonso fengi fleiri stig í titilslagnum. Málið var síðan tekið fyrir af FIA á ný, en Ferrari fékk ekki frekari refsingu, en FIA gaf það út að reglur yrði endurskoðaðar í framtíðinni eins og segir í frétt um málið á autosport.com í dag. Whitmarsh segir að að hasarinn í kringum mótið í Þýskalandi sé liðin tíð og þó Alonso verði meistari vegna þeirra aukastiga sem hann fékk þar, þá megi það ekki skyggja á titilinn. Alonso er efstur í stigamótinu, 11 stigum á undan Mark Webber þegar tvö mót eru eftir og 5 ökumenn eiga möguleika á titlinum. "Við megum ekki láta það skyggja á titilinn hvað lið gerðu og gerðu ekki á keppnistímabilinu, sem hefur verið eitt það besta í sögu Formúlu 1", sagði Whitmarsh í símatíma með Vodafone og McLaren Mercedes liðinu, sem er fyrir hvert mót. "Þetta hefur verið frábært meistaramót og núna eru nokkrir með möguleika á titili frá þremur mismunandi liðum. Það er frábært og við höfum þrisvar náð fyrsta og öðru sæti í mótum og átti góðar og erfiðar stundir. Red Bull hefur fagnað og lent í vandræðum og Ferrari líka." Hann kvaðst jafnvel þó hann væri persónulega ekki sammála því sem gerðist í Þýsklandi að þá ætti það ekki að varpa skugga á árangur Ferrari. "Ég hef mínar skoðanir á útkomunni og ef nokkur annar en McLaren ökumaður vinnur, þá verður það svekkjandi... Ég ætla ekki að dæma það sem aðrir hafa gert. Við rekum lið á okkar hátt og skiljum reglurnar og það getur verið að önnur lið hafi annan skilning. Red Bull hefur búið til snöggan bíl og hafa verið samkeppnisfærir og Ferrari á viðurkenningu skylda fyrir árangur." "Hvað sem öðru við kemur, þá var Ferrari í vandræðum um mitt tímabilið og þeir hafa stigið upp úr því og eru mjög samkeppnisfærir og Alonso mikill keppnismaður." "Það er harður slagur um titilinn og Ferrari og Red Bull munu ekki staðna. Liðin munu gera allt til að sigra og það er það góða við meistaramótið. Það getur engin spáð í það hvort McLaren, Ferrari eða Red Bull verður hraðskreiðast á Interlagos brautinni", sagði Whimarsh um mótið á Interlagos um helgina.
Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira