Kona lést á Langjökli Magnús Már Guðmundsson skrifar 31. janúar 2010 09:25 Um eitt hundrað björgunarmenn komu að aðgerðum á jöklinum. 45 ára gömul kona sem féll ásamt syni sínum ofan í allt að 30 metra djúpa sprungu á Langjökli í gær var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. Sjö ára gömlum syni hennar er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans, og er líðan hans eftir atvikum, að sögn vakthafandi læknis. Aðstæður til björgunar voru ákaflega erfiðar, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi, sprungan var þröng og björgunarsveitarmenn þurftu að fara niður í hana, einn af öðrum, með höfuðið á undan sér til að freista þess að bjarga mæðginunum upp úr sprungunni. Konan var úrskurðuð látin þegar björgunarsveitarmenn höfðu náð að koma henni upp úr sprungunni. Björgunarstarfið tók fleiri klukkustundir, en þau munu hafa fallið ofan í sprungunni undir eittleytið í gærdag en töluvert var liðið á daginn þegar þau náðust upp. Slysið varð í vestanverðum Langjökli, norðaustan við Geitlandsjökul. Fólkið var í jeppaleiðangri og eftir því sem næst verður komist voru mæðginin á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprunguna. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, og björgunarsveitir af Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu héldu þegar upp á jökulinn og voru þar um eitt hundrað björgunarmenn að störfum. Andlát Björgunarsveitir Tengdar fréttir Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11 Þyrlan lent á Langjökli - verið að hífa einn upp Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Langjökli rétt fyrir klukkan tvö en kona og barna féllu í sprungu á vestanverðum jöklinum fyrr í dag. Skömmu fyrir þrjú var verið að hífa annað þeirra upp. Engar fregnir hafa borist af líðan fólksins. 30. janúar 2010 14:22 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
45 ára gömul kona sem féll ásamt syni sínum ofan í allt að 30 metra djúpa sprungu á Langjökli í gær var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. Sjö ára gömlum syni hennar er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans, og er líðan hans eftir atvikum, að sögn vakthafandi læknis. Aðstæður til björgunar voru ákaflega erfiðar, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi, sprungan var þröng og björgunarsveitarmenn þurftu að fara niður í hana, einn af öðrum, með höfuðið á undan sér til að freista þess að bjarga mæðginunum upp úr sprungunni. Konan var úrskurðuð látin þegar björgunarsveitarmenn höfðu náð að koma henni upp úr sprungunni. Björgunarstarfið tók fleiri klukkustundir, en þau munu hafa fallið ofan í sprungunni undir eittleytið í gærdag en töluvert var liðið á daginn þegar þau náðust upp. Slysið varð í vestanverðum Langjökli, norðaustan við Geitlandsjökul. Fólkið var í jeppaleiðangri og eftir því sem næst verður komist voru mæðginin á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprunguna. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, og björgunarsveitir af Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu héldu þegar upp á jökulinn og voru þar um eitt hundrað björgunarmenn að störfum.
Andlát Björgunarsveitir Tengdar fréttir Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11 Þyrlan lent á Langjökli - verið að hífa einn upp Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Langjökli rétt fyrir klukkan tvö en kona og barna féllu í sprungu á vestanverðum jöklinum fyrr í dag. Skömmu fyrir þrjú var verið að hífa annað þeirra upp. Engar fregnir hafa borist af líðan fólksins. 30. janúar 2010 14:22 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11
Þyrlan lent á Langjökli - verið að hífa einn upp Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Langjökli rétt fyrir klukkan tvö en kona og barna féllu í sprungu á vestanverðum jöklinum fyrr í dag. Skömmu fyrir þrjú var verið að hífa annað þeirra upp. Engar fregnir hafa borist af líðan fólksins. 30. janúar 2010 14:22
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent