Starfsmaður Fjármálaeftirlitsins komst að því árið 2004 að hvorki Kaupþing né Landsbankinn hefðu tengt saman stórar lánveitingar bankanna til Baugs Group með réttum hætti. Hann lét stjórnendur Fjármálaeftirlitsins vita af niðurstöðum sínum.
Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að hann hafi með réttu talið Kaupþing átt að telja skuldbindingar nokkurra fyrirtækja með skuldum Baugs Group við bankann. Samkvæmt mati hans námu lán til Baugs og tengdra aðila 67,5 prósentum af lögbundnu eigin fé Kaupþings. Málið leit svipað út innan veggja Landsbankans en manninum reiknaðist til að lán til Baugs Group og tengdra aðila hafi numið 44,4 prósentum af eigin fé bankans í lok júní 2004.
Þessu samkvæmt virtist sem báðir bankarnir hafi brotið reglur um flokkun stórra áhættuskuldbindinga, að mati rannsóknarnefndarinnar.
Nefndin segir í skýrslunni athugasemdirnar hafa verið mjög mikilvægar og gefið Fjármálaeftirlitinu tilefni til að rannsaka fjárhagsleg tengsl til hlítar.
Fjármálaeftirlitið ekki málið fyrr en síðla árs 2007, eða þremur árum eftir að maðurinn benti á misbrestinn. Þá voru tvö ár liðin frá því Jónas Fr. Jónsson tók við starfi forstjóra eftirlitsins.
Jónas Fr. sagði í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni hafa orðið málsins var en það ekki komist á skrif fyrr en farið hafi verið að skoða útlán bankanna kerfisbundið árið 2007. - jab
