Handbolti

Jesper ekki ánægður með stemninguna í danska boltanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jesper Nielsen.
Jesper Nielsen.

Jesper Nielsen, eigandi AG København, hefur lyft dönskum handbolta upp á nýtt plan í vetur. Um síðustu helgi var síðan sett áhorfendamet í dönskum handbolta er rúmlega 12 þúsund áhorfendur mættu til þess að sjá stórleiki í Herning.

Þrátt fyrir það var Jesper ekki nógu ánægður enda vildi hann sjá betri stemningu á leikjunum.

"Stemningin olli mér miklum vonbrigðum. Ég er vanur að fylgjast með leikjum í Þýskalandi og stemningum á þessum leikjum var ekkert sérstök," sagði Jesper sem vill að önnur félög læri af því sem hann er að gera í kringum leiki AGK.

"Það var fullt af fólki og þess vegna var algjör synd hversu illa var staðið að umgjörðinni. Þeir ættu að fylgjast betur með því sem við erum að gera í Kaupmannahöfn og læra af því. Mér finnst menn ekki taka hlutverk sitt nógu alvarlega."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×