Alonso getur orðið meistari í næsta móti 29. október 2010 13:42 Fernando Alonso fagnar sigrinum í Suður K'oreu um síðustu helgi. Mynd: Getty Images/Ker Robertson Fernando Alonso er eini ökumaðurinn af þeim sem fimm eiga möguleika á meistaratitlinum sem getur orðið heimsmeistari í Formúlu 1 í næsta móti. Aðeins tvö mót eru eftir á keppnistímabilinu. Alonso er með 11 stiga forskot á Mark Webber og ef Webber, Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Jenson Button gengur illa í Brasilíu um aðra helgi, þá getur Alonso orðið meistari. En til þess þarf honum líka að ganga vel. "Vitanlega á ég góðar minningar frá brautinni, af því ég tryggði mér titlanna tvo 2005 og 2006. Í hvert skipti sem ég fer til Sao Paulo er það sérstök tilfinning og andinn þar er frábær. Ég vil ekki hugsa um þann möguleika að sagan endurtaki sig í þriðja skipti. Það er fræðilega mögulegt, en telur ekki hjá mér", sagði Alonso í frétt á autosport.com, en m.a. er vitnað í ummæli Alonso á heimasíðu Ferrari í fréttinni. "Við munum mæta í mótið með sama hugarfari og í önnur. Einbeitum okkur að sjálfum okkur með báða fætur á jörðinni. Reynum að vinna vel, án mistaka og með það að markmiði að leggja keppinauta okkar að velli. Ég hef sagt það áður og segi þá aftur. Við reiknum stigin í Abu Dhabi", sagði Alonso, en lokamót ársins verður þar 14. nóvember. Alonso segir að hlutirnir geti snúist hratt í stigamótinu, eins og sannaðist í Suður Kóreu um síðustu helgi þar sem Webber var með 14 stiga forskot fyrir mótið, en er núna 11 stigum á eftir og aðeins tvö mót eftir. "Það er betra að vera á undan en eftir. Núna er þetta í okkar höndum og við erum því aðeins rólegri, en það breytir ekki aðferðarfræðinni. Það er nóg fyrir okkur að vera á undan keppinautum okkar, án þess að hugsa of mikið um stigin. Fræðilega geta fimm enn orðið meistarar, en staða Buttons er erfiðari. Það eru mörg stig á milli okkar, en við sáum hvernig málin fóru fyrir þremur árum. Það er erfitt að ímynda sér að allir fjórir ökumennirnir á undan honum í stigamótinu fái ekki stig", sagði Alonso um lokasprettinn. Enn eru 50 stig í stigapottinum fyrir sigur í tveimur mótum, en Alonso er með 231 stig, Webber 220, Lewis Hamilton 210, Sebastian Vettel 206 og Button 189. Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fernando Alonso er eini ökumaðurinn af þeim sem fimm eiga möguleika á meistaratitlinum sem getur orðið heimsmeistari í Formúlu 1 í næsta móti. Aðeins tvö mót eru eftir á keppnistímabilinu. Alonso er með 11 stiga forskot á Mark Webber og ef Webber, Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Jenson Button gengur illa í Brasilíu um aðra helgi, þá getur Alonso orðið meistari. En til þess þarf honum líka að ganga vel. "Vitanlega á ég góðar minningar frá brautinni, af því ég tryggði mér titlanna tvo 2005 og 2006. Í hvert skipti sem ég fer til Sao Paulo er það sérstök tilfinning og andinn þar er frábær. Ég vil ekki hugsa um þann möguleika að sagan endurtaki sig í þriðja skipti. Það er fræðilega mögulegt, en telur ekki hjá mér", sagði Alonso í frétt á autosport.com, en m.a. er vitnað í ummæli Alonso á heimasíðu Ferrari í fréttinni. "Við munum mæta í mótið með sama hugarfari og í önnur. Einbeitum okkur að sjálfum okkur með báða fætur á jörðinni. Reynum að vinna vel, án mistaka og með það að markmiði að leggja keppinauta okkar að velli. Ég hef sagt það áður og segi þá aftur. Við reiknum stigin í Abu Dhabi", sagði Alonso, en lokamót ársins verður þar 14. nóvember. Alonso segir að hlutirnir geti snúist hratt í stigamótinu, eins og sannaðist í Suður Kóreu um síðustu helgi þar sem Webber var með 14 stiga forskot fyrir mótið, en er núna 11 stigum á eftir og aðeins tvö mót eftir. "Það er betra að vera á undan en eftir. Núna er þetta í okkar höndum og við erum því aðeins rólegri, en það breytir ekki aðferðarfræðinni. Það er nóg fyrir okkur að vera á undan keppinautum okkar, án þess að hugsa of mikið um stigin. Fræðilega geta fimm enn orðið meistarar, en staða Buttons er erfiðari. Það eru mörg stig á milli okkar, en við sáum hvernig málin fóru fyrir þremur árum. Það er erfitt að ímynda sér að allir fjórir ökumennirnir á undan honum í stigamótinu fái ekki stig", sagði Alonso um lokasprettinn. Enn eru 50 stig í stigapottinum fyrir sigur í tveimur mótum, en Alonso er með 231 stig, Webber 220, Lewis Hamilton 210, Sebastian Vettel 206 og Button 189.
Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira