Alonso stakk af á fyrstu æfingu á Spa 27. ágúst 2010 09:43 Fernandi Alonso á ferð í rigningunni á Spa í morgun. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari varð 0.770 sekúndum fljótari en næstu ökumaður á fyrstu æfingu keppnisliða á Spa brautinni í Belgíu í morgun. Lewis Hamilton á McLaren varð annar og Robert Kubica á Renault þriðji. Brautin í Spa er 7.004 km löng og er í uppáhaldi hjá ökummönum og Eau Rogue beygjan er rómuð sem eins skemmtilegasta beygjan í Formúlu 1 af mörgum áhugamönnum og keppendum. Rigning var á brautinni í morgun og það setti sinn svip á æfinguna. Alonso hefur verið fljótur á föstudagsæfingum í síðustu mótum og heldur uppteknum hætti. Forystumaður stigamótsins, Mark Webber á Red Bull náði sjöunda besta tíma og var 2.129 sekúndum á eftir Alonso, en liðsfélagi hans Sebatian Vettel á hinum Red Bull bílnum varð fjórði og 1.663 sekúndum á eftir. Það er því mikill munur á milli keppenda á þessari fyrstu æfingu á Spa. Sýnt verður frá æfingunum á Stöð 2 Sport í kvöld. Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari varð 0.770 sekúndum fljótari en næstu ökumaður á fyrstu æfingu keppnisliða á Spa brautinni í Belgíu í morgun. Lewis Hamilton á McLaren varð annar og Robert Kubica á Renault þriðji. Brautin í Spa er 7.004 km löng og er í uppáhaldi hjá ökummönum og Eau Rogue beygjan er rómuð sem eins skemmtilegasta beygjan í Formúlu 1 af mörgum áhugamönnum og keppendum. Rigning var á brautinni í morgun og það setti sinn svip á æfinguna. Alonso hefur verið fljótur á föstudagsæfingum í síðustu mótum og heldur uppteknum hætti. Forystumaður stigamótsins, Mark Webber á Red Bull náði sjöunda besta tíma og var 2.129 sekúndum á eftir Alonso, en liðsfélagi hans Sebatian Vettel á hinum Red Bull bílnum varð fjórði og 1.663 sekúndum á eftir. Það er því mikill munur á milli keppenda á þessari fyrstu æfingu á Spa. Sýnt verður frá æfingunum á Stöð 2 Sport í kvöld.
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira