Góðverk á annarra kostnað 9. nóvember 2010 06:00 Ögmundur Jónasson, núverandi ráðherra og fyrrverandi formaður BSRB, lýsti því yfir nýverið að hann væri fylgjandi hugmyndum Hagsmunasamtaka heimilanna um almenna niðurfellingu skulda. Þessar tillögur gera ráð fyrir að lánardrottnar gefi eftir af kröfum sínum til þess að gera þetta kleift. Í tillögum frá Hagsmunasamtökum heimilanna má m.a. lesa eftirfarandi: „Gerð er tillaga um að kaupendur húsbréfa, húsnæðisbréfa og annarra skuldabréfa, sem Íbúðalánasjóður hefur notað til að fjármagna útlán sín, taki þátt í leiðréttingunni. Leiðrétting verðtryggðra lána getur ekki átt sér stað án þess að Íbúðalánasjóði sé veitt svigrúm til slíkra leiðréttinga. Möguleikar sjóðsins til slíks eru takmarkaðir nema að lánardrottnar sjóðsins gefi eftir hluta af sínum kröfum." Íbúðalánasjóður hefur að stórum hluta verið fjármagnaður af lífeyrissjóðunum og það yrðu því lífeyrissjóðirnir sem þyrftu að taka þessar niðurfærslur á sig. Skv. útreikningum myndu þær kosta um það bil 220 milljarða og þar af yrði hlutur lífeyrissjóðanna u.þ.b. 130 milljarðar. Allir lífeyrissjóðir landsins urðu fyrir verulegu fjárhagstjóni af efnahagshruninu og hafa þeir sem greitt hafa til almennu lífeyrissjóðanna orðið fyrir talsverðum réttindamissi vegna skerðinga sem grípa þurfti til í kjölfarið. Opinberu lífeyrissjóðirnir hafa einnig tapað verulegum fjármunum en munurinn á þeim og hinum almennu er sá að þar tapar enginn sínu vegna þess að ríkið ábyrgist að opinberir starfsmenn haldi fullum réttindum hvað sem tautar og raular. Þessi tillaga sem Ögmundur Jónasson ráðherra hefur lýst sig samþykkan gengur út á það að skerða enn frekar réttindin í almennu lífeyrissjóðunum. Ögmundur heldur hins vegar alveg fullum réttindum í sínum sjóði. Til þess að svo megi verða, verður að hækka skatta annarra launþega sem því til viðbótar hefðu tekið á sig skerðingar á lífeyrisréttindum vegna niðurfærslu lána. Það er einfalt að gera góðverk á annarra manna kostnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson, núverandi ráðherra og fyrrverandi formaður BSRB, lýsti því yfir nýverið að hann væri fylgjandi hugmyndum Hagsmunasamtaka heimilanna um almenna niðurfellingu skulda. Þessar tillögur gera ráð fyrir að lánardrottnar gefi eftir af kröfum sínum til þess að gera þetta kleift. Í tillögum frá Hagsmunasamtökum heimilanna má m.a. lesa eftirfarandi: „Gerð er tillaga um að kaupendur húsbréfa, húsnæðisbréfa og annarra skuldabréfa, sem Íbúðalánasjóður hefur notað til að fjármagna útlán sín, taki þátt í leiðréttingunni. Leiðrétting verðtryggðra lána getur ekki átt sér stað án þess að Íbúðalánasjóði sé veitt svigrúm til slíkra leiðréttinga. Möguleikar sjóðsins til slíks eru takmarkaðir nema að lánardrottnar sjóðsins gefi eftir hluta af sínum kröfum." Íbúðalánasjóður hefur að stórum hluta verið fjármagnaður af lífeyrissjóðunum og það yrðu því lífeyrissjóðirnir sem þyrftu að taka þessar niðurfærslur á sig. Skv. útreikningum myndu þær kosta um það bil 220 milljarða og þar af yrði hlutur lífeyrissjóðanna u.þ.b. 130 milljarðar. Allir lífeyrissjóðir landsins urðu fyrir verulegu fjárhagstjóni af efnahagshruninu og hafa þeir sem greitt hafa til almennu lífeyrissjóðanna orðið fyrir talsverðum réttindamissi vegna skerðinga sem grípa þurfti til í kjölfarið. Opinberu lífeyrissjóðirnir hafa einnig tapað verulegum fjármunum en munurinn á þeim og hinum almennu er sá að þar tapar enginn sínu vegna þess að ríkið ábyrgist að opinberir starfsmenn haldi fullum réttindum hvað sem tautar og raular. Þessi tillaga sem Ögmundur Jónasson ráðherra hefur lýst sig samþykkan gengur út á það að skerða enn frekar réttindin í almennu lífeyrissjóðunum. Ögmundur heldur hins vegar alveg fullum réttindum í sínum sjóði. Til þess að svo megi verða, verður að hækka skatta annarra launþega sem því til viðbótar hefðu tekið á sig skerðingar á lífeyrisréttindum vegna niðurfærslu lána. Það er einfalt að gera góðverk á annarra manna kostnað.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar