Schumacher bað Barrichello afsökunar 2. ágúst 2010 18:01 Schumacher rýnir í gögn á mótsstað í Búdapest á æfingu. Mynd: Getty Images Michael Schumacher baðst afsökunar á því að hafa brotið á Rubens Barrichello á brautinni í Búdapest. Hann reyndi varna framgöngu Barrichello á mikilli ferð á beinasta kafla brautarinnar og skapaðist hættuástand. Barrichello taldi atferli Schumacher brjálæði. Dómarar skoðuðu málið og dæmdu Schumacher brotlegan og hann fær tíu sæta refsingu í næsta móti sem er í Belgíu. Schumacher reyndi varna framgöngu Barrichello og þvingaði hann næstum út í vegg. Barrichello var mjög gagnrýninn á atferli Schumachers eftir keppnina, en Schumacher fannst í fyrstu ekkert athugavert við atvikið. En í frétt á autosport.com í dag er greint frá því að Schumacher hafi beðið afsökuna á vefsíðu sinni. "Í gær, rétt eftir keppnina þá var ég enn heitur eftir mótið, en eftir að hafa skoðað atvikið aftur með Rubens, þá verð ég að segja að dómararnir höfðu rétt fyrir sér. Atvikið var of harkalegt", skrifaði Schumacher. "Ég vildi gera honum erfitt fyrir og sýndi honum að ég vildi ekki hleypa honum framúr. Ég ætlaði ekki að leggja hann í hættu og finnst leitt ef honum finnst það. Það var ekki ætlun mín." Schumacher þarf að ræsa tíu sætum aftar í rásröði, en tíminn sem hann nær á Spa brautinni í Belgíu segir til um. Það var refsing dómara mótsins. Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher baðst afsökunar á því að hafa brotið á Rubens Barrichello á brautinni í Búdapest. Hann reyndi varna framgöngu Barrichello á mikilli ferð á beinasta kafla brautarinnar og skapaðist hættuástand. Barrichello taldi atferli Schumacher brjálæði. Dómarar skoðuðu málið og dæmdu Schumacher brotlegan og hann fær tíu sæta refsingu í næsta móti sem er í Belgíu. Schumacher reyndi varna framgöngu Barrichello og þvingaði hann næstum út í vegg. Barrichello var mjög gagnrýninn á atferli Schumachers eftir keppnina, en Schumacher fannst í fyrstu ekkert athugavert við atvikið. En í frétt á autosport.com í dag er greint frá því að Schumacher hafi beðið afsökuna á vefsíðu sinni. "Í gær, rétt eftir keppnina þá var ég enn heitur eftir mótið, en eftir að hafa skoðað atvikið aftur með Rubens, þá verð ég að segja að dómararnir höfðu rétt fyrir sér. Atvikið var of harkalegt", skrifaði Schumacher. "Ég vildi gera honum erfitt fyrir og sýndi honum að ég vildi ekki hleypa honum framúr. Ég ætlaði ekki að leggja hann í hættu og finnst leitt ef honum finnst það. Það var ekki ætlun mín." Schumacher þarf að ræsa tíu sætum aftar í rásröði, en tíminn sem hann nær á Spa brautinni í Belgíu segir til um. Það var refsing dómara mótsins.
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira