Íslenska 21 árs landsliðið tapaði í Tékklandi en komst í umspilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2010 16:54 Úr leik íslenska 21 árs liðsins á móti Þýskalandi á dögunum. Mynd/Anton Íslenska 21 árs landsliðið komst inn í umspilið um sæti í úrslitakeppni Evrópukepppninnar þrátt fyrir 3-1 tap í Tékklandi í dag. Ísland var síðasta liðið sem komst inn af þeim sem enduðu í 2. sæti sinna riðla. Fjórtán lið, tíu sigurvegarar riðlanna og fjögur lið sem enduðu með bestan árangur í 2. sæti komust í umspilið en síðasta umferð riðlakeppninnar fór fram á sama tíma í dag. Samkvæmt útreikingum Vísis þá er íslenska liðið inni þar sem aðeins Spánn, England og Hvíta-Rússland voru með betri árangur af þeim liðum sem enduðu í 2. sæti. Þetta er samt birt með fyrirvara um að hér sé um réttan útreikning að ræða. Tékkar voru sterkari frá byrjun í leiknum í dag og íslenka liðið var í vandræðum stóran hluta leiksins. Tékkar sýndu og sönnuðu að þeir eru með besta liðið í riðlinum. Lukas Vacha kom Tékkum í 1-0 á 20. mínútu eftir að fengið nægan tíma til að athafna sig í teignum eftir fyrirgjöf Jan Kovaaik frá vinstri. Tomas Pekhart kom Tékkum í 2-0 á 65. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi en hann var þó augljóslega rangstæður þegar hann fékk boltann frá félaga sínum Jan Vosahlik. Aðeins þremur mínútum síðar kom Jan Kovaaik Tékkum í 3-0 með stórglæsilegu skoti fyrir utan teig sem fór í slánna og inn. Íslenska liðið fór í gang eftir að það lenti 3-0 undir og Alfreð Finnbogason náði að minnka muninn með laglegu marki á 80. mínútu. Almarr Ormarsson átti flottan innkomu í íslenska liðið en liðið náði ekki að skora fleiri mörk þrátt fyrir nokkrar góðar sóknir. Það verður dregið í umspilið á föstudaginn kemur en átta þjóðir taka þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í Danmörku. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið komst inn í umspilið um sæti í úrslitakeppni Evrópukepppninnar þrátt fyrir 3-1 tap í Tékklandi í dag. Ísland var síðasta liðið sem komst inn af þeim sem enduðu í 2. sæti sinna riðla. Fjórtán lið, tíu sigurvegarar riðlanna og fjögur lið sem enduðu með bestan árangur í 2. sæti komust í umspilið en síðasta umferð riðlakeppninnar fór fram á sama tíma í dag. Samkvæmt útreikingum Vísis þá er íslenska liðið inni þar sem aðeins Spánn, England og Hvíta-Rússland voru með betri árangur af þeim liðum sem enduðu í 2. sæti. Þetta er samt birt með fyrirvara um að hér sé um réttan útreikning að ræða. Tékkar voru sterkari frá byrjun í leiknum í dag og íslenka liðið var í vandræðum stóran hluta leiksins. Tékkar sýndu og sönnuðu að þeir eru með besta liðið í riðlinum. Lukas Vacha kom Tékkum í 1-0 á 20. mínútu eftir að fengið nægan tíma til að athafna sig í teignum eftir fyrirgjöf Jan Kovaaik frá vinstri. Tomas Pekhart kom Tékkum í 2-0 á 65. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi en hann var þó augljóslega rangstæður þegar hann fékk boltann frá félaga sínum Jan Vosahlik. Aðeins þremur mínútum síðar kom Jan Kovaaik Tékkum í 3-0 með stórglæsilegu skoti fyrir utan teig sem fór í slánna og inn. Íslenska liðið fór í gang eftir að það lenti 3-0 undir og Alfreð Finnbogason náði að minnka muninn með laglegu marki á 80. mínútu. Almarr Ormarsson átti flottan innkomu í íslenska liðið en liðið náði ekki að skora fleiri mörk þrátt fyrir nokkrar góðar sóknir. Það verður dregið í umspilið á föstudaginn kemur en átta þjóðir taka þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í Danmörku.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Sjá meira