Skipulag er samstarf 13. febrúar 2010 06:00 Svandís Svavarsdóttir skrifar um skipulagstillögur við Þjórsá Þegar ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar tók við fyrir ári var ljóst að eitt stærsta verkefnið sem fyrir höndum lá var allsherjar siðbót íslenskra stjórnmála. Undanfarið hef ég í starfi mínu sem umhverfisráðherra orðið óþyrmilega vör við nauðsyn þessa, og það hversu fyrri ríkisstjórnir hafa haft óbein áhrif á hugarfar fólks. Nýverið synjaði ég tveimur skipulagstillögum staðfestingar, þar sem upplýst var að vinna við skipulagsgerðina var ekki í samræmi við skipulags- og byggingarlög. Þessi ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð, sem vekur mann til umhugsunar. Umræðan snýst að mínu mati ekki um það hvort lögin hafi verið brotin, þar sem gagnýnin hefur ekki beinst að því að þessi ákvörðun hafi verið ólögmæt í sjálfu sér. Viðbrögðin hafa frekar orðið vegna þessa að ákvörðun snýr að fjármunum og þeirri grundvallarspurningu hvort rétt sé að greiðsla kostnaðar við gerð stefnumótandi ákvarðana eins og skipulagsáætlana eigi að greiðast úr opinberum sjóðum eða af einkaaðilum. Þetta er stór siðferðisspurning sem þarf að svara og hún snýr m.a. að því hvort rétt sé að einkaaðilar eigi með einhverjum hætti að koma að þeirri stefnumótun. Mikilvægt væri að fá fram umræðu um þetta málefni enda sýnir reynslan okkar að opin umræðu um siðferði í stjórnsýslu hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum er nauðsynleg. Er jafnræði að miða við úrelt vinnulag? Ákvörðun umhverfisráðuneytisins að synja skipulagstillögum við neðri Þjórsá staðfestingar var tekin eftir vandlega skoðun skipulagslaga. Þar þótti ljóst að fé til skipulagsgerðar vegna aðalskipulags má aðeins koma frá sveitarfélögunum sjálfum eða ríkinu, í gegnum Skipulagssjóð. Svo var ekki á Þjórsárbökkum, heldur var vinnan fjármögnuð af væntanlegum framkvæmdaraðila. Þetta er sagt vera alvanalegt vinnulag, en er í raun enn eitt dæmið um ósiði sem fyrri ríkisstjórnir hafa vanið þjóðina á. Vinnan við skipulag Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps var tekin til skoðunar hjá tveimur ráðuneytum, hvað varðar réttmæti þess að framkvæmdaraðili greiði fyrir gerð skipulags. Á vissan hátt má segja að úrskurður samgönguráðuneytisins hafi verið prófmál á valdheimildir sveitarfélaga. Þar sem samgönguráðuneytið hefur yfirumsjón með sveitarstjórnarmálefnum hlýtur úrskurðurinn að vera markandi – og var meðal þess sem umhverfisráðuneytið leit til við ákvörðun sína í málinu. Niðurstaðan var skýr. Vera má að hefð sé fyrir því að framkvæmdaraðilar greiði fyrir skipulagsvinnu, en fyrir því er ekki lagastoð. Þó sumir segi jafnræðisreglu brotna við synjun á skipulagstillögunum, þá er það ekki réttur skilningur á þeirri reglu enda snýst hún ekki um að viðhalda úreltum vinnubrögðum. Innsta kjarnakornið er hvort við fylgjum lögum og reglum, eða hvort við gerum það ekki. Ég kýs að fylgja lögum. Skipulag er samvinnuverkefni Ég hef mikinn skilning á þeim áhyggjum sem sveitarstjórnarmenn hafa í kjölfar úrskurðar samgönguráðherra og synjunar umhverfisráðherra. Þær áhyggjur mega samt ekki fara að hverfast um það að ríki og sveitarfélög séu andstæðingar í skipulagsmálum – því við erum þvert á móti í sama liði þegar kemur að gerð og samþykkt skipulags. Skipulagsmál eru dæmi um verkefni sem ríki og sveitarfélög axla sameiginlega. Sveitarfélögum ber að vinna skipulagsgerðina sjálfa, en samþykkt skipulagsins er verkefni umhverfisráðherra. Í skipulagslögum er kveðið á um skiptingu kostnaðar, svo ríkið leggi ekki ósanngjarnar byrðar á sveitarfélögin. Þar er Skipulagssjóður hugsaður sem varasjóður, sem hentar sérstaklega vel þegar smærri sveitarfélög þurfa aðstoð við gerð stærri skipulagstillagna. Mér sýnist full þörf á að skerpa á úthlutunarreglum Skipulagssjóðs, þannig að sveitarfélögum finnist þau ekki þurfa að leita annað eftir fjárstuðningi. Lausn á fjármögnunarvanda sveitarfélaga felst ekki í að leyfa einkaaðilum að styrkja skipulagsgerð beint, enda er þá hætta á því að fyrirtæki gætu þannig keypt sér skipulag. Miklu fremur ætti að styrkja Skipulagssjóð í sessi og láta hann hafa milligöngu um alla fjárstyrki til skipulagsgerðar. Áhyggjum sveitarstjórnarmanna verður vonandi svarað í frumvarpi til nýrra skipulagslaga, sem senn verður lagt fram á þingi. Ég get fullvissað sveitarstjórnarmenn um að ríkið mun hér eftir sem hingað til gera sitt til að létta undir með skipulagsgerðinni. Það þarf að gera á þann hátt að skipulagsgerðin sé hafin yfir allan vafa og unnin í sem bestri sátt við alla hlutaðeigandi, því skipulagsmál snúast um hagsmuni landsmanna allra – ekki persónur þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eða í stóli umhverfisráðherra. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir skrifar um skipulagstillögur við Þjórsá Þegar ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar tók við fyrir ári var ljóst að eitt stærsta verkefnið sem fyrir höndum lá var allsherjar siðbót íslenskra stjórnmála. Undanfarið hef ég í starfi mínu sem umhverfisráðherra orðið óþyrmilega vör við nauðsyn þessa, og það hversu fyrri ríkisstjórnir hafa haft óbein áhrif á hugarfar fólks. Nýverið synjaði ég tveimur skipulagstillögum staðfestingar, þar sem upplýst var að vinna við skipulagsgerðina var ekki í samræmi við skipulags- og byggingarlög. Þessi ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð, sem vekur mann til umhugsunar. Umræðan snýst að mínu mati ekki um það hvort lögin hafi verið brotin, þar sem gagnýnin hefur ekki beinst að því að þessi ákvörðun hafi verið ólögmæt í sjálfu sér. Viðbrögðin hafa frekar orðið vegna þessa að ákvörðun snýr að fjármunum og þeirri grundvallarspurningu hvort rétt sé að greiðsla kostnaðar við gerð stefnumótandi ákvarðana eins og skipulagsáætlana eigi að greiðast úr opinberum sjóðum eða af einkaaðilum. Þetta er stór siðferðisspurning sem þarf að svara og hún snýr m.a. að því hvort rétt sé að einkaaðilar eigi með einhverjum hætti að koma að þeirri stefnumótun. Mikilvægt væri að fá fram umræðu um þetta málefni enda sýnir reynslan okkar að opin umræðu um siðferði í stjórnsýslu hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum er nauðsynleg. Er jafnræði að miða við úrelt vinnulag? Ákvörðun umhverfisráðuneytisins að synja skipulagstillögum við neðri Þjórsá staðfestingar var tekin eftir vandlega skoðun skipulagslaga. Þar þótti ljóst að fé til skipulagsgerðar vegna aðalskipulags má aðeins koma frá sveitarfélögunum sjálfum eða ríkinu, í gegnum Skipulagssjóð. Svo var ekki á Þjórsárbökkum, heldur var vinnan fjármögnuð af væntanlegum framkvæmdaraðila. Þetta er sagt vera alvanalegt vinnulag, en er í raun enn eitt dæmið um ósiði sem fyrri ríkisstjórnir hafa vanið þjóðina á. Vinnan við skipulag Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps var tekin til skoðunar hjá tveimur ráðuneytum, hvað varðar réttmæti þess að framkvæmdaraðili greiði fyrir gerð skipulags. Á vissan hátt má segja að úrskurður samgönguráðuneytisins hafi verið prófmál á valdheimildir sveitarfélaga. Þar sem samgönguráðuneytið hefur yfirumsjón með sveitarstjórnarmálefnum hlýtur úrskurðurinn að vera markandi – og var meðal þess sem umhverfisráðuneytið leit til við ákvörðun sína í málinu. Niðurstaðan var skýr. Vera má að hefð sé fyrir því að framkvæmdaraðilar greiði fyrir skipulagsvinnu, en fyrir því er ekki lagastoð. Þó sumir segi jafnræðisreglu brotna við synjun á skipulagstillögunum, þá er það ekki réttur skilningur á þeirri reglu enda snýst hún ekki um að viðhalda úreltum vinnubrögðum. Innsta kjarnakornið er hvort við fylgjum lögum og reglum, eða hvort við gerum það ekki. Ég kýs að fylgja lögum. Skipulag er samvinnuverkefni Ég hef mikinn skilning á þeim áhyggjum sem sveitarstjórnarmenn hafa í kjölfar úrskurðar samgönguráðherra og synjunar umhverfisráðherra. Þær áhyggjur mega samt ekki fara að hverfast um það að ríki og sveitarfélög séu andstæðingar í skipulagsmálum – því við erum þvert á móti í sama liði þegar kemur að gerð og samþykkt skipulags. Skipulagsmál eru dæmi um verkefni sem ríki og sveitarfélög axla sameiginlega. Sveitarfélögum ber að vinna skipulagsgerðina sjálfa, en samþykkt skipulagsins er verkefni umhverfisráðherra. Í skipulagslögum er kveðið á um skiptingu kostnaðar, svo ríkið leggi ekki ósanngjarnar byrðar á sveitarfélögin. Þar er Skipulagssjóður hugsaður sem varasjóður, sem hentar sérstaklega vel þegar smærri sveitarfélög þurfa aðstoð við gerð stærri skipulagstillagna. Mér sýnist full þörf á að skerpa á úthlutunarreglum Skipulagssjóðs, þannig að sveitarfélögum finnist þau ekki þurfa að leita annað eftir fjárstuðningi. Lausn á fjármögnunarvanda sveitarfélaga felst ekki í að leyfa einkaaðilum að styrkja skipulagsgerð beint, enda er þá hætta á því að fyrirtæki gætu þannig keypt sér skipulag. Miklu fremur ætti að styrkja Skipulagssjóð í sessi og láta hann hafa milligöngu um alla fjárstyrki til skipulagsgerðar. Áhyggjum sveitarstjórnarmanna verður vonandi svarað í frumvarpi til nýrra skipulagslaga, sem senn verður lagt fram á þingi. Ég get fullvissað sveitarstjórnarmenn um að ríkið mun hér eftir sem hingað til gera sitt til að létta undir með skipulagsgerðinni. Það þarf að gera á þann hátt að skipulagsgerðin sé hafin yfir allan vafa og unnin í sem bestri sátt við alla hlutaðeigandi, því skipulagsmál snúast um hagsmuni landsmanna allra – ekki persónur þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eða í stóli umhverfisráðherra. Höfundur er umhverfisráðherra.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun