Þó svo Massimo Moratti, forseti Inter, segi að Rafa Benitez verði ekki rekinn sem þjálfari Inter eru ítalskir fjölmiðlar ekki að kaupa það.
Þeir segja að Brasilíumaðurinn Leonardo sé efstur á óskalista Inter yfir arftaka Benitez. Leonardo þekkir vel til í Mílanó eftir að hafa leikið með AC Milan og síðan þjálfað liðið.
Það sló síðan ekki á sögusagnirnar þegar sást til Moratti og Leonardo snæða hádegismat saman.
Hermt er að Moratti hafi kallað Benitez á neyðarfund eftir tapið gegn AC Milan um síðustu helgi og að stjórn félagsins vinni í því að tryggja sér nýjan þjálfara í hans stað.
Sjálfur er Benitez pollrólegur og segist ekki óttast um starf sitt.