Leiðrétting skulda Haraldur L. Haraldsson skrifar 22. október 2010 06:00 Höfuðstóll er fjárhæð láns eða kröfu, auk verðbóta. Af fjárhæðinni reiknast vextir. Ef lán eru verðtryggð breytist höfuðstóllinn í samræmi við verðlagsbreytingar eins og þær eru mældar hverju sinni. Verðtrygging er heiti á sérstöku breytilegu álagi á höfuðstól lána og er notuð til þess að tryggja verðgildi fjárskuldbindinga og bankainnistæða með viðmiðun við ákveðna vísitölu. Með verðtryggingu er tryggt að endurgreiðslur haldi verðgildi samkvæmt fyrirfram ákveðnu viðmiði frá þeim degi sem lán er veitt eða sparnaður hefst. Vísitala sem byggð er á mjólkurverði, áfengi o.s.frv. er ekki náttúrulögmál. Verðtrygging felst í því, að verð fjárskuldbindinga hækkar eftir ákveðnum reglum, oftast vísitölum. Við verðtryggingu er notast við vísitölu neysluverðs. Það má lýsa því á einfaldan hátt hvernig sú vísitala er fundin. Safnað er saman tilteknu magni af vöru og þjónustu í „innkaupakörfu", þar sem m.a. er tekið tillit til neysluvenja, og heildarverð körfunnar reiknað út. Að ákveðnum tíma liðnum er þetta endurtekið. Breyting á verði körfunnar milli þessara tímabila, er sú breyting sem notuð er til þess að reikna út breytingu á vísitölunni. Hafi verðið hækkað hækkar vísitalan um það hlutfall sem leiðir til þess, að öll verðtryggð lán tengd viðkomandi vísitölu hækka um sama hlutfall. Lítið dæmi: Innkaupakarfan hinn 1. janúar kostar kr. 10.000, hinn 1. febrúar kostar sú hin sama karfa kr. 10.200, verðhækkunin nemur 2% á einum mánuði. Vísitala, sem var 100 stig hinn 1. janúar er komin í 102 stig mánuði seinna. Verðbólgan nam því tveimur prósentum. Mikilvægt er að hugtökin séu skýr og fólki séu þau ljós. Frá því í desember 2007 til september 2010 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 28,7% eða með öðrum orðum hefur neyslukarfan frá því í desember 2007 til september 2010 hækkað um 28,7%. Leiðrétting á vísitölunniÍ umræðunni hefur komið fram að ef farið verður að tillögu Hagsmunasamtaka heimilanna um 18% leiðréttingu á skuldum, þýði það um 220 milljarða „afskriftir". Afskrift á hverju? Þegar þessir 220 milljarðar eru fundnir eru þeir reiknaðir sem 18% af verðtryggðum höfuðstól, þ.e. höfuðstóll láns á tilteknum tíma að viðbættum verðbótum. Miðað við þetta er höfuðstóll lána heimilanna ásamt verðbótum 1.230 milljarðar kr. Gengið er út frá því, að heimilin hafi ekki tekið ný lán á árinu 2008. Að því gefnu hefur höfuðstóll lánanna frá því í desember 2008 tekið breytingum sem hér segir:Staða lána 31.12.07955,7 ma. Vísitöluhækkun 28,7%274,3 ma. Samtals1.230,0 ma.Ljóst er skv. þessu, að þrátt fyrir leiðréttingu upp á um 220 milljarða hefur höfuðstóllinn frá því í desember 2007 hækkað um 54,3 milljarða, eða sem nemur 5,7% auk vaxta. Miðað við 5% vexti af höfuðstólnum í desember 2007 gætu allt að 75,7 milljarðar hafa bæst við framangreinda upphæð miðað við vexti í 19 mánuði. Nú er spurt, hvað hefur valdið svo mikilli hækkun á vísitölunni frá því í desember 2007 á tíma sem atvinnuleysi hefur aukist, laun lækkað o.s.frv.?Helstu áhrifavaldar til hækkunar vísitölunnar árið 2008 og fram til dagsins í dag eru:1. Fjármálastofnanir tóku stöðu gegn krónunni. Gengið féll, innfluttar neysluvörur hækkuðu í verði, sem hækkaði vísitöluna.2. Vegna efnahagshrunsins hafa stjórnvöld gripið til víðtækra gjaldskrár- og skattahækkana, sem mælast í vísitölu neysluverðs.3. Vegna framanritaðs hafa framleiðendur þurft að grípa til hækkunar á vöru og þjónustu.Samfara hruninu hafa neysluvenjur þjóðarinnar breyst. Þannig má gera ráð fyrir að neysla á innfluttum vörum hefur dregist saman vegna verðhækkunar. Eru þessar vörur enn í vísitölukörfunni? Íslendingar kaupa ekki sömu vörur og þeir gerðu fyrir hrun.Með vísan til framanritaðs er lagt til að gerð verði rannsókn á því hvað framangreind atriði hafa haft mikil áhrif á hækkun neysluverðsvísitölunnar frá því í desember 2007. Jafnframt er spurt, hvort eðlilegt sé að lántakendur eigi að bera allan kostnað af því að fjármálastofnanir tóku stöðu gegn krónunni. Eiga lántakendur að taka á sig allan herkostnaðinn, þ.e. áhrif gjaldskrár- og skattahækkana sem grípa hefur þurft til vegna efnahagshrunsins?Með vísan til framanritaðs ítreka Hagsmunasamtök heimilanna tillögu sína um leiðréttingu á verðtryggðum lánum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Höfuðstóll er fjárhæð láns eða kröfu, auk verðbóta. Af fjárhæðinni reiknast vextir. Ef lán eru verðtryggð breytist höfuðstóllinn í samræmi við verðlagsbreytingar eins og þær eru mældar hverju sinni. Verðtrygging er heiti á sérstöku breytilegu álagi á höfuðstól lána og er notuð til þess að tryggja verðgildi fjárskuldbindinga og bankainnistæða með viðmiðun við ákveðna vísitölu. Með verðtryggingu er tryggt að endurgreiðslur haldi verðgildi samkvæmt fyrirfram ákveðnu viðmiði frá þeim degi sem lán er veitt eða sparnaður hefst. Vísitala sem byggð er á mjólkurverði, áfengi o.s.frv. er ekki náttúrulögmál. Verðtrygging felst í því, að verð fjárskuldbindinga hækkar eftir ákveðnum reglum, oftast vísitölum. Við verðtryggingu er notast við vísitölu neysluverðs. Það má lýsa því á einfaldan hátt hvernig sú vísitala er fundin. Safnað er saman tilteknu magni af vöru og þjónustu í „innkaupakörfu", þar sem m.a. er tekið tillit til neysluvenja, og heildarverð körfunnar reiknað út. Að ákveðnum tíma liðnum er þetta endurtekið. Breyting á verði körfunnar milli þessara tímabila, er sú breyting sem notuð er til þess að reikna út breytingu á vísitölunni. Hafi verðið hækkað hækkar vísitalan um það hlutfall sem leiðir til þess, að öll verðtryggð lán tengd viðkomandi vísitölu hækka um sama hlutfall. Lítið dæmi: Innkaupakarfan hinn 1. janúar kostar kr. 10.000, hinn 1. febrúar kostar sú hin sama karfa kr. 10.200, verðhækkunin nemur 2% á einum mánuði. Vísitala, sem var 100 stig hinn 1. janúar er komin í 102 stig mánuði seinna. Verðbólgan nam því tveimur prósentum. Mikilvægt er að hugtökin séu skýr og fólki séu þau ljós. Frá því í desember 2007 til september 2010 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 28,7% eða með öðrum orðum hefur neyslukarfan frá því í desember 2007 til september 2010 hækkað um 28,7%. Leiðrétting á vísitölunniÍ umræðunni hefur komið fram að ef farið verður að tillögu Hagsmunasamtaka heimilanna um 18% leiðréttingu á skuldum, þýði það um 220 milljarða „afskriftir". Afskrift á hverju? Þegar þessir 220 milljarðar eru fundnir eru þeir reiknaðir sem 18% af verðtryggðum höfuðstól, þ.e. höfuðstóll láns á tilteknum tíma að viðbættum verðbótum. Miðað við þetta er höfuðstóll lána heimilanna ásamt verðbótum 1.230 milljarðar kr. Gengið er út frá því, að heimilin hafi ekki tekið ný lán á árinu 2008. Að því gefnu hefur höfuðstóll lánanna frá því í desember 2008 tekið breytingum sem hér segir:Staða lána 31.12.07955,7 ma. Vísitöluhækkun 28,7%274,3 ma. Samtals1.230,0 ma.Ljóst er skv. þessu, að þrátt fyrir leiðréttingu upp á um 220 milljarða hefur höfuðstóllinn frá því í desember 2007 hækkað um 54,3 milljarða, eða sem nemur 5,7% auk vaxta. Miðað við 5% vexti af höfuðstólnum í desember 2007 gætu allt að 75,7 milljarðar hafa bæst við framangreinda upphæð miðað við vexti í 19 mánuði. Nú er spurt, hvað hefur valdið svo mikilli hækkun á vísitölunni frá því í desember 2007 á tíma sem atvinnuleysi hefur aukist, laun lækkað o.s.frv.?Helstu áhrifavaldar til hækkunar vísitölunnar árið 2008 og fram til dagsins í dag eru:1. Fjármálastofnanir tóku stöðu gegn krónunni. Gengið féll, innfluttar neysluvörur hækkuðu í verði, sem hækkaði vísitöluna.2. Vegna efnahagshrunsins hafa stjórnvöld gripið til víðtækra gjaldskrár- og skattahækkana, sem mælast í vísitölu neysluverðs.3. Vegna framanritaðs hafa framleiðendur þurft að grípa til hækkunar á vöru og þjónustu.Samfara hruninu hafa neysluvenjur þjóðarinnar breyst. Þannig má gera ráð fyrir að neysla á innfluttum vörum hefur dregist saman vegna verðhækkunar. Eru þessar vörur enn í vísitölukörfunni? Íslendingar kaupa ekki sömu vörur og þeir gerðu fyrir hrun.Með vísan til framanritaðs er lagt til að gerð verði rannsókn á því hvað framangreind atriði hafa haft mikil áhrif á hækkun neysluverðsvísitölunnar frá því í desember 2007. Jafnframt er spurt, hvort eðlilegt sé að lántakendur eigi að bera allan kostnað af því að fjármálastofnanir tóku stöðu gegn krónunni. Eiga lántakendur að taka á sig allan herkostnaðinn, þ.e. áhrif gjaldskrár- og skattahækkana sem grípa hefur þurft til vegna efnahagshrunsins?Með vísan til framanritaðs ítreka Hagsmunasamtök heimilanna tillögu sína um leiðréttingu á verðtryggðum lánum.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun