Rooney, Robinson og Ritchie flækt í skattsvikarannsókn 15. febrúar 2010 10:37 Fjöldi þekktra Breta á borð við fótboltamanninn Wayne Rooney, sjónvarpsstjörnuna Anne Robinson og leikstjórann Guy Ritchie eru nú flækt í skattsvikarannsókn. Þau eiga það sameiginlegt að hjá fjárfest hjá sjóði sem heitir Inside Track.Sjóðurinn sem hér um ræðir er sakaður um að hafa sérhæft sig í að nýta fjárfestingar viðskiptavina sinna á þann veg að viðkomandi borgaði ekki skatt af þeim. Bresk skattayfirvöld standa nú fyrir rannsókn á starfsháttum sjóðsins.Inside Track sjóðurinn er í eigu fjármálafyrirtækisins Ingenious Media en honum var komið á fót fyrir nokkrum árum þegar ríkisstjórn Gordon Brown samþykkti nýja löggjöf sem fól í sér ýmiskonar skattaafslætti handa þeim sem fjárfestu í breskri kvikmyndagerð.Samkvæmt frétt um málið í Daily Mail var markmið löggjafarinnar að að auðvelda þeim sem áhuga höfðu á því að fjárfesta í breskum kvikmyndum. Nú óttast margir að þekktir og auðugir einstaklingar hafi nýtt sér löggjöfina til að koma tekjum sínum undan skatti.Þegar er búið að breyta fyrrgreindri löggjöf á þann hátt að allar skattaívilnanir fara nú til kvikmyndagerðarmanna/fyrirtækja sjálfra en ekki þeirra sem fjárfesta í viðkomandi myndum.Talsmaður breska skattsins segir að þegar sé búið að loka fyrir skattagötin í löggjöfinni en rannsókn embættisins beinist að því hvort auðugir einstaklingar hafi fyrir þann tíma nýtt sér götin til að komast hjá skattgreiðslum.Talsmaður Ingenious Media segir að Inside Track sé fjárfestingarsjóður fyrir kvikmyndir en ekki til þess að einstaklingar komist hjá skattgreiðslum. Hann segir sjóðinn ekkert hafa brotið af sér og fagnar rannsókn skattyfirvalda. Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjöldi þekktra Breta á borð við fótboltamanninn Wayne Rooney, sjónvarpsstjörnuna Anne Robinson og leikstjórann Guy Ritchie eru nú flækt í skattsvikarannsókn. Þau eiga það sameiginlegt að hjá fjárfest hjá sjóði sem heitir Inside Track.Sjóðurinn sem hér um ræðir er sakaður um að hafa sérhæft sig í að nýta fjárfestingar viðskiptavina sinna á þann veg að viðkomandi borgaði ekki skatt af þeim. Bresk skattayfirvöld standa nú fyrir rannsókn á starfsháttum sjóðsins.Inside Track sjóðurinn er í eigu fjármálafyrirtækisins Ingenious Media en honum var komið á fót fyrir nokkrum árum þegar ríkisstjórn Gordon Brown samþykkti nýja löggjöf sem fól í sér ýmiskonar skattaafslætti handa þeim sem fjárfestu í breskri kvikmyndagerð.Samkvæmt frétt um málið í Daily Mail var markmið löggjafarinnar að að auðvelda þeim sem áhuga höfðu á því að fjárfesta í breskum kvikmyndum. Nú óttast margir að þekktir og auðugir einstaklingar hafi nýtt sér löggjöfina til að koma tekjum sínum undan skatti.Þegar er búið að breyta fyrrgreindri löggjöf á þann hátt að allar skattaívilnanir fara nú til kvikmyndagerðarmanna/fyrirtækja sjálfra en ekki þeirra sem fjárfesta í viðkomandi myndum.Talsmaður breska skattsins segir að þegar sé búið að loka fyrir skattagötin í löggjöfinni en rannsókn embættisins beinist að því hvort auðugir einstaklingar hafi fyrir þann tíma nýtt sér götin til að komast hjá skattgreiðslum.Talsmaður Ingenious Media segir að Inside Track sé fjárfestingarsjóður fyrir kvikmyndir en ekki til þess að einstaklingar komist hjá skattgreiðslum. Hann segir sjóðinn ekkert hafa brotið af sér og fagnar rannsókn skattyfirvalda.
Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira