Lögreglan á Hvolsvelli minnir á að öll almenn umferð er bönnuð nærri eldstöðinni á Eyjafjallajökli. Bannsvæðið nær yfir jökulinn og hlíðar hans, Fimmvörðuháls og Mýrdalsjökul. Einnig er vegurinn í Þórsmörk lokaður allri umferð. Fólk er beðið um að virða þessar lokanir. Gert hefur verið kort af bannsvæði Eyjafjallajökuls sem fylgir með þessari frétt.
Bannsvæði. Hægt er að sjá kortið í stærri upplausn með því að smella á myndina.
Fólk virði lokanir
