Sigurður Ragnar: Helmingurinn af venjulegu byrjunarliði er meiddur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2010 16:45 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag 22 manna landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Frökkum og Eistlandi í undankeppni HM sem fara fram 21. og 25. ágúst. Leikirnir munu ráða því hvar íslenska liðið endar í riðlinum en aðeins efsta liðið kemst áfram í umspilið. „Við erum að fara í úrslitaleik á móti Frökkum á Laugardalsvelli á Menningarnótt. Við teljum það mjög mikilvægt til að ná árangri að við fáum góðan stuðning," sagði Sigurður Ragnar á blaðamannfundi í dag. „Það eru svolítil forföll í okkar venjulega landsliðshóp. Katrín Ómarsdóttir er meidd en hún tognaði aftan í læri og við söknum sterkra leikmanna sem hafa yfirleitt verið með okkur í landsliðinu og hefði verið gott að hafa í þetta mikilvæga verkefni," sagði Sigurður Ragnar en sagði jafnframt að hann hefði valið 22 sterkustu leikmenn Íslands á þessum tímapunkti. „Við erum að mæta gríðarlega sterku liði og ef við lítum raunhæft á hlutina þá er helmingurinn af okkar venjulega byrjunarliði í landsliðinu meiddar. Við verðum óreyndara lið en oft áður," segir Sigurður Ragnar en hann valdi tvo leikmenn í hópinn sem eru tæpar, landsliðsfyrirliðann Katrínu Jónsdóttur sem meiddist í gær og Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur verið meidd að undanförnu. „Það er töluverð óvissa með hvernig við stillum upp liðinu bæði út af Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. Við þurfum að sjá á miðvikudag og fimmtudag hvernig þær koma út úr æfingum og svona. Taktík okkar verður alltaf að miðast við hvaða leikmenn eru inn á vellinum hverju sinni," segir Sigurður Ragnar. Íslenska liðið er á heimavelli á móti Frökkum og Laugardalsvöllurinn hefur reynst íslenska liðinu vel. „Okkur hefur gengið mjög vel hérna á heimavelli. Hér höfum við unnið alla leiki okkar og ekki fengið á okkur mark ennþá. Núna er andstæðingurinn eins og þeir gerast bestir sem er frábær áskorun fyrir okkar lið," sagði Sigurður Ragnar. „Frakklandshópurinn er skipaður geysilega sterkum leikmönnum. Þar á meðal eru átta leikmenn frá Lyon sem fór í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og töpuðu þar í vítaspyrnukeppni. Það eru líka tveir leikmenn sem eru að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni og við vitum að við erum að fara að mæta feykilega sterku liði," segir Sigurður Ragnar. Íslenska liðið á enn möguleika á að vinna riðilinn en þá er ekki nóg bara að vinna leikinn á móti Frökkum heldur þarf liðið að vinna upp 0-2 tap úr fyrri leiknum í Frakklandi. „Tölfræðilega er möguleiki á að okkur dugi 2-0 sigur ef við myndum vinna Eista mjög stórt eða að Frakkar myndu misstíga sig í sínum síðasta leik á móti Serbíu. Líklegast þurftum við 3-0 sigur á móti þeim til þess að vinna riðilinn svo framarlega sem við vinnum Eistland síðan í kjölfarið. Þá værum við komin í umspil," sagði Sigurður Ragnar. „Það yrði stórkostlegur árangur ef við myndum ná því að vinna þær 3-0 en það er líka mikilvægt fyrir okkur að hafa það í huga að leikurinn getur skipt mjög miklu máli fyirr okkur upp á styrkleikaröðun fyrir næstu Evrópukeppni," sagði Sigurður Ragnar sem lagðist í útreikning fyirr blaðamannafundinn. „Samkvæmt mínum úteikningum myndi það duga okkur að vinna Frakka til þess að verða í efsta styrkleikaflokki ef næsta EM fer fram í Svíþjóð en ekki í Hollandi. Þá myndum við sleppa við allar sterkustu þjóðirnar. Leikurinn hefur því líka mikið vægi fyrir okkur upp á framtíð liðsins," sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag 22 manna landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Frökkum og Eistlandi í undankeppni HM sem fara fram 21. og 25. ágúst. Leikirnir munu ráða því hvar íslenska liðið endar í riðlinum en aðeins efsta liðið kemst áfram í umspilið. „Við erum að fara í úrslitaleik á móti Frökkum á Laugardalsvelli á Menningarnótt. Við teljum það mjög mikilvægt til að ná árangri að við fáum góðan stuðning," sagði Sigurður Ragnar á blaðamannfundi í dag. „Það eru svolítil forföll í okkar venjulega landsliðshóp. Katrín Ómarsdóttir er meidd en hún tognaði aftan í læri og við söknum sterkra leikmanna sem hafa yfirleitt verið með okkur í landsliðinu og hefði verið gott að hafa í þetta mikilvæga verkefni," sagði Sigurður Ragnar en sagði jafnframt að hann hefði valið 22 sterkustu leikmenn Íslands á þessum tímapunkti. „Við erum að mæta gríðarlega sterku liði og ef við lítum raunhæft á hlutina þá er helmingurinn af okkar venjulega byrjunarliði í landsliðinu meiddar. Við verðum óreyndara lið en oft áður," segir Sigurður Ragnar en hann valdi tvo leikmenn í hópinn sem eru tæpar, landsliðsfyrirliðann Katrínu Jónsdóttur sem meiddist í gær og Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur verið meidd að undanförnu. „Það er töluverð óvissa með hvernig við stillum upp liðinu bæði út af Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. Við þurfum að sjá á miðvikudag og fimmtudag hvernig þær koma út úr æfingum og svona. Taktík okkar verður alltaf að miðast við hvaða leikmenn eru inn á vellinum hverju sinni," segir Sigurður Ragnar. Íslenska liðið er á heimavelli á móti Frökkum og Laugardalsvöllurinn hefur reynst íslenska liðinu vel. „Okkur hefur gengið mjög vel hérna á heimavelli. Hér höfum við unnið alla leiki okkar og ekki fengið á okkur mark ennþá. Núna er andstæðingurinn eins og þeir gerast bestir sem er frábær áskorun fyrir okkar lið," sagði Sigurður Ragnar. „Frakklandshópurinn er skipaður geysilega sterkum leikmönnum. Þar á meðal eru átta leikmenn frá Lyon sem fór í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og töpuðu þar í vítaspyrnukeppni. Það eru líka tveir leikmenn sem eru að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni og við vitum að við erum að fara að mæta feykilega sterku liði," segir Sigurður Ragnar. Íslenska liðið á enn möguleika á að vinna riðilinn en þá er ekki nóg bara að vinna leikinn á móti Frökkum heldur þarf liðið að vinna upp 0-2 tap úr fyrri leiknum í Frakklandi. „Tölfræðilega er möguleiki á að okkur dugi 2-0 sigur ef við myndum vinna Eista mjög stórt eða að Frakkar myndu misstíga sig í sínum síðasta leik á móti Serbíu. Líklegast þurftum við 3-0 sigur á móti þeim til þess að vinna riðilinn svo framarlega sem við vinnum Eistland síðan í kjölfarið. Þá værum við komin í umspil," sagði Sigurður Ragnar. „Það yrði stórkostlegur árangur ef við myndum ná því að vinna þær 3-0 en það er líka mikilvægt fyrir okkur að hafa það í huga að leikurinn getur skipt mjög miklu máli fyirr okkur upp á styrkleikaröðun fyrir næstu Evrópukeppni," sagði Sigurður Ragnar sem lagðist í útreikning fyirr blaðamannafundinn. „Samkvæmt mínum úteikningum myndi það duga okkur að vinna Frakka til þess að verða í efsta styrkleikaflokki ef næsta EM fer fram í Svíþjóð en ekki í Hollandi. Þá myndum við sleppa við allar sterkustu þjóðirnar. Leikurinn hefur því líka mikið vægi fyrir okkur upp á framtíð liðsins," sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira