KR og Fram komust í gærkvöldi í undanúrslit VISA-bikars karla ásamt Víkingum úr Ólafsvík. Þetta er þriðja árið í röð sem KR-ingar komast svona langt í bikarnum en Framarar voru einnig í undanúrslitunum í fyrra.
Bæði liðin komist í 3-0 í sínum leikjum. KR vann að lokum 3-2 sigur á Þrótti á meðan Framarar unnu 3-1 sigur á Valsmönnum í uppgjöri Reykjavíkurliðanna.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum í gær og myndaði báða leikina.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
KR og Fram í undanúrslitin annað árið í röð - myndasyrpa
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“
Íslenski boltinn

Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna
Enski boltinn

Fullorðnir menn grétu á Ölveri
Enski boltinn


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn


Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Aron tekur við landsliði Kúveits
Handbolti