Bjarni Þór tryggði strákunum dýrmætt stig í Magdeburg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2010 17:42 Kolbeinn Sigþórsson í leiknum í kvöld. Mynd/GettyImages Íslenska 21 árs landsliðið kom tvisvar til baka á móti Þýskalandi í undankeppni EM á MDCC vellinum í Magdeburg í dag og Bjarni Þór Viðarsson tryggði íslensku strákunum 2-2 jafntefli og góða stöðu í riðlunum með skora jöfnunarmarkið þrettán mínútum fyrir leikslok. Íslensku varnarmennirnir björguðu tvisvar á marklínu á lokamínútum leiksins. Timo Gebhart, sem var einn besti leikmaður Stuttgart á móti Barcelona í Meistaradeildinni í dögunum, kom Þýskalandi í 1-0 á 10. mínútu leiksins. Gebhart skallaði þá boltann í tómt markið eftir að Haraldur Björnsson, markvörður, hafði misreiknað fyrirgjöf frá vinstri. Það tók íslenska liðið ekki nema þrettán mínútur að jafna leikinn. Kolbeinn Sigþórsson vann boltann af aftasta varnarmanni Þjóðverja, boltinn fór til Birkis Bjarnasonar sem átti misheppnað skot sem varð að frábærri sendingu inn á Kolbein. Kolbeinn var ekki lengi að átta sig, tók markvörðinn úr jafnvægi með móttökunni og skoraði örugglega. Þýska liðið hóf seinni hálfleikinn á algjörri stórsókn og eftir að íslenska liðið hafði verið í hálfgerði nauðvörn í nokkrar mínútur varð eitthvað undan að láta. Julian Schieber fylgdi þá eftir skoti Timo Gebhart í varnarmann og kom Þýskalandi í 2-1 á 50. mínútu. Íslenska liðið lifði af stórsókn Þjóðverja í kjölfar marksins og sótti síðan í sig veðrið það sem eftir lifði leiks. Bjarni Þór Viðarsson skoraði síðan jöfnunarmarkið á 77. mínútu eftir að hafa fengið stutta sendingu frá Kolbeini Sigþórssyni eftir frábæra íslenska sókn. Kolbeinn virtist þó ætla að leggja boltann fyrir sig eftir að hafa fengið sendingu inn í teiginn frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Bjarni var fljótur að átta sig og skoraði með góðu skoti í stöngina og inn. Hólmar Örn Eyjólfsson og Bjarni Þór Viðarsson björguðu síðan tvisvar á marklínu frá Timo Gebhart á lokamínútum leiksins. Í bæði skiptin þurfti frábær tilþrif frá þeim félögum svo að þessi snjalli leikmaður Stuttgart tryggði Þjóðverjum ekki sigur.Íslenska liðið er nú með þrettán stig í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir toppliði Tékka en jafnframt fimm stigum á undan Þjóðverjum. Íslenski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið kom tvisvar til baka á móti Þýskalandi í undankeppni EM á MDCC vellinum í Magdeburg í dag og Bjarni Þór Viðarsson tryggði íslensku strákunum 2-2 jafntefli og góða stöðu í riðlunum með skora jöfnunarmarkið þrettán mínútum fyrir leikslok. Íslensku varnarmennirnir björguðu tvisvar á marklínu á lokamínútum leiksins. Timo Gebhart, sem var einn besti leikmaður Stuttgart á móti Barcelona í Meistaradeildinni í dögunum, kom Þýskalandi í 1-0 á 10. mínútu leiksins. Gebhart skallaði þá boltann í tómt markið eftir að Haraldur Björnsson, markvörður, hafði misreiknað fyrirgjöf frá vinstri. Það tók íslenska liðið ekki nema þrettán mínútur að jafna leikinn. Kolbeinn Sigþórsson vann boltann af aftasta varnarmanni Þjóðverja, boltinn fór til Birkis Bjarnasonar sem átti misheppnað skot sem varð að frábærri sendingu inn á Kolbein. Kolbeinn var ekki lengi að átta sig, tók markvörðinn úr jafnvægi með móttökunni og skoraði örugglega. Þýska liðið hóf seinni hálfleikinn á algjörri stórsókn og eftir að íslenska liðið hafði verið í hálfgerði nauðvörn í nokkrar mínútur varð eitthvað undan að láta. Julian Schieber fylgdi þá eftir skoti Timo Gebhart í varnarmann og kom Þýskalandi í 2-1 á 50. mínútu. Íslenska liðið lifði af stórsókn Þjóðverja í kjölfar marksins og sótti síðan í sig veðrið það sem eftir lifði leiks. Bjarni Þór Viðarsson skoraði síðan jöfnunarmarkið á 77. mínútu eftir að hafa fengið stutta sendingu frá Kolbeini Sigþórssyni eftir frábæra íslenska sókn. Kolbeinn virtist þó ætla að leggja boltann fyrir sig eftir að hafa fengið sendingu inn í teiginn frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Bjarni var fljótur að átta sig og skoraði með góðu skoti í stöngina og inn. Hólmar Örn Eyjólfsson og Bjarni Þór Viðarsson björguðu síðan tvisvar á marklínu frá Timo Gebhart á lokamínútum leiksins. Í bæði skiptin þurfti frábær tilþrif frá þeim félögum svo að þessi snjalli leikmaður Stuttgart tryggði Þjóðverjum ekki sigur.Íslenska liðið er nú með þrettán stig í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir toppliði Tékka en jafnframt fimm stigum á undan Þjóðverjum.
Íslenski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira