Meistarinn að missa af lestinni í titilslagnum 24. október 2010 21:11 Jenson Button tókst ekki vel upp á McLaren í Suður Kóreu í dag. Mynd: Getty Images Jenson Button komst ekki í stigasæti í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í dag og staða hans í stigamótinu er ekki vænleg, þó hann eigi enn möguleika á að verja meistaratitil sinn frá því í fyrra. Button varð tólfti í mótinu í dag. Aðeins tvö mót eru eftir. Næst verður keppt í Brasiíu eftir tvær vikur og síðan í Abu Dhabi í lok nóvember. "Það þurfa allir aðrir að falla úr leik. Þannig er staðan, en bíllinn var ókeyrandi í dag", sagði Button um möguleika sína á BBC hvað titilvörnina varðar samkvæmt frétt á autosport.com. Fimm ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitli að Button meðtöldum. Fernando Alonso er efstur eftir sigur í dag með 231 stig. Mark Webber er með 220, Lewis Hamilton 210, Sebastian Vettel 209 og Button 189, en 50 stig eru í pottinum fyrir sigur. "Titilvörn minni er nánast lokið ef hinir kapparnir lenda ekki í ógöngum. En það er ekki hægt að vinna meistaratitil ef maður missir móðinn. Maður verður að berjast til þrautar. Við sjáum á Red Bull hvað þetta getur snúist hratt til betri vegar. Það verður ekki auðvelt, en það er enn möguleiki", sagði Button. Button var í vandræðum með grip á McLaren bílnum í bleyttini í Suður Kóreu í dag, en mismunandi útfærsla var á McLaren bílunum tveimur, en Hamilton náði öðru sæti á eftir Alonso. Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Jenson Button komst ekki í stigasæti í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í dag og staða hans í stigamótinu er ekki vænleg, þó hann eigi enn möguleika á að verja meistaratitil sinn frá því í fyrra. Button varð tólfti í mótinu í dag. Aðeins tvö mót eru eftir. Næst verður keppt í Brasiíu eftir tvær vikur og síðan í Abu Dhabi í lok nóvember. "Það þurfa allir aðrir að falla úr leik. Þannig er staðan, en bíllinn var ókeyrandi í dag", sagði Button um möguleika sína á BBC hvað titilvörnina varðar samkvæmt frétt á autosport.com. Fimm ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitli að Button meðtöldum. Fernando Alonso er efstur eftir sigur í dag með 231 stig. Mark Webber er með 220, Lewis Hamilton 210, Sebastian Vettel 209 og Button 189, en 50 stig eru í pottinum fyrir sigur. "Titilvörn minni er nánast lokið ef hinir kapparnir lenda ekki í ógöngum. En það er ekki hægt að vinna meistaratitil ef maður missir móðinn. Maður verður að berjast til þrautar. Við sjáum á Red Bull hvað þetta getur snúist hratt til betri vegar. Það verður ekki auðvelt, en það er enn möguleiki", sagði Button. Button var í vandræðum með grip á McLaren bílnum í bleyttini í Suður Kóreu í dag, en mismunandi útfærsla var á McLaren bílunum tveimur, en Hamilton náði öðru sæti á eftir Alonso.
Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira