Össur: Ég hélt að þetta væri valdarán Davíðs Oddssonar 12. apríl 2010 20:23 Össur segir að hann hafi talið að hugmynd Davíðs hafi verið „valdarán Davíðs Oddssonar.“ „[...] ég er enn á lífi í pólitík af því að ég er svolítið „paranoid" í nasavængjunum, ég taldi sem sagt að þetta væri valdarán Davíðs Oddssonar [...]," sagði Össur Skarphéðinsson við skýrslutöku hjá Rannsóknarnefnd Alþings um tillögu Davíðs um þjóðstjórn. Davíð viðraði hugmyndina á ríkisstjórnarfundi 30. september 2008. Um þetta sagði Davíð í skýrslutöku: Um þetta sagði Davíð í skýrslutöku: „Og þá skyndilega varð þetta aðalatriði fundarins, mér til mikillar undrunar, tveir ráðherrar þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir [menntamálaráðherra] og Össur Skarphéðinsson [iðnaðarráðherra] urðu hin reiðustu og sögðu að formaður bankastjórnarinnar hefði ekkert leyfi til þess að koma og gefa fyrirmæli um að mynda þjóðstjórn, þannig að ég bað nú um orðið aftur og sagði að ég hefði ekki verið að gefa nein fyrirmæli um það [...].“Blanda af taugalosta og sturlun Fundinum lýsti Össur með eftirfarandi tillögu: „En þarna var hann [Davíð Oddsson] ofsalega reyttur og tættur og eins og ég sagði frá því, eins og blöndu af einhverju taugalosti og sturlun. Hann kom þarna og „dóserar“. Og hann sagði að þetta væri mesti vandi sem Ísland hefði nokkru sinni staðið frammi fyrir, lánalínur væru að hækka, Fitch væri að lækka matið á Landsbankanum og það væri ekkert að gera annað heldur en að sameina alla íslensku bankana. Og kom þessi fræga setning: „Ef einhvern tíma er þörf fyrir þjóðstjórn á Íslandi þá er það núna.““ Össur telur að Guðni Ágústsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, hafi vitað talsvert mikið um stöðuna á þeim tímapunkti þegar leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna var greint frá því að til stæði að þjóðnýta Glitni.Telur að Guðni og Davíð hafi rætt saman Við skýrslutökuna sagði Össur: „Og mér þótti það merkilegt að mér fannst Guðni Ágústsson vita töluvert um þetta. Og þegar við sátum saman, ég og Davíð og þau þrjú og Geir inni hjá þeim, í einhverju herbergi á 5. hæðinni, að þá fer Guðni að tala: Já, svo eru þessi lög sem þarf að setja, sem ég skildi ekkert hvað hann átti við. Það var ekkert búið að tala um nein neyðarlög eða svona. Ég skildi þetta ekki fyrr en seinna, tveimur dögum seinna, þegar Davíð tróð sér inn á ríkisstjórnarfundinn og fer að tala um neyðarlögin. Þá fatta ég það, eða ég dró þá ályktun að þetta væri það sem Guðni hefði verið að vísa til og að þeir hefðu talað saman.“ Össur sagðist styðja þessa kenningu með þeim rökum að Guðni strax eftir helgi talað um þjóðstjórn í fjölmiðlum. Því næst sagði Össur: „Guðni er rosalega fínn maður og vinur minn og pottþéttur að ýmsu leyti, en hann hugsar ekki um þjóðstjórn nema einhver hvísli því í eyra hans. Þannig að ég held að Davíð hafi talað við Guðna.“Sendi konuna næstum því út í búð eftir mjólk Árni M. Mathiesen lýsti fundinum þar sem Davíð nefndina hugmyndina um þjóðstjórn við skýrslutöku með eftirfarandi orðum: „Ja, hann var náttúrulega bara alveg skelfilegur og það lá við að maður hringdi heim til þess bara að biðja konuna að fara út og kaupa mjólk, svo það yrði örugglega til mjólk í ísskápnum, það var nú þannig lýsingarnar sem voru á því hvaða ástand mundi skapast.“ Árni segir að umræðan um þjóðstjórn hafi hellt olíu á eld og segir hann þetta hafa leitt til mikils vantrausts á milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Afleiðingarnar hafi verið þær að frumkvæði í vinnu stjórnvalda hafi flust frá Seðlabankanum yfir til Fjármálaeftirlitsins. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira
„[...] ég er enn á lífi í pólitík af því að ég er svolítið „paranoid" í nasavængjunum, ég taldi sem sagt að þetta væri valdarán Davíðs Oddssonar [...]," sagði Össur Skarphéðinsson við skýrslutöku hjá Rannsóknarnefnd Alþings um tillögu Davíðs um þjóðstjórn. Davíð viðraði hugmyndina á ríkisstjórnarfundi 30. september 2008. Um þetta sagði Davíð í skýrslutöku: Um þetta sagði Davíð í skýrslutöku: „Og þá skyndilega varð þetta aðalatriði fundarins, mér til mikillar undrunar, tveir ráðherrar þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir [menntamálaráðherra] og Össur Skarphéðinsson [iðnaðarráðherra] urðu hin reiðustu og sögðu að formaður bankastjórnarinnar hefði ekkert leyfi til þess að koma og gefa fyrirmæli um að mynda þjóðstjórn, þannig að ég bað nú um orðið aftur og sagði að ég hefði ekki verið að gefa nein fyrirmæli um það [...].“Blanda af taugalosta og sturlun Fundinum lýsti Össur með eftirfarandi tillögu: „En þarna var hann [Davíð Oddsson] ofsalega reyttur og tættur og eins og ég sagði frá því, eins og blöndu af einhverju taugalosti og sturlun. Hann kom þarna og „dóserar“. Og hann sagði að þetta væri mesti vandi sem Ísland hefði nokkru sinni staðið frammi fyrir, lánalínur væru að hækka, Fitch væri að lækka matið á Landsbankanum og það væri ekkert að gera annað heldur en að sameina alla íslensku bankana. Og kom þessi fræga setning: „Ef einhvern tíma er þörf fyrir þjóðstjórn á Íslandi þá er það núna.““ Össur telur að Guðni Ágústsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, hafi vitað talsvert mikið um stöðuna á þeim tímapunkti þegar leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna var greint frá því að til stæði að þjóðnýta Glitni.Telur að Guðni og Davíð hafi rætt saman Við skýrslutökuna sagði Össur: „Og mér þótti það merkilegt að mér fannst Guðni Ágústsson vita töluvert um þetta. Og þegar við sátum saman, ég og Davíð og þau þrjú og Geir inni hjá þeim, í einhverju herbergi á 5. hæðinni, að þá fer Guðni að tala: Já, svo eru þessi lög sem þarf að setja, sem ég skildi ekkert hvað hann átti við. Það var ekkert búið að tala um nein neyðarlög eða svona. Ég skildi þetta ekki fyrr en seinna, tveimur dögum seinna, þegar Davíð tróð sér inn á ríkisstjórnarfundinn og fer að tala um neyðarlögin. Þá fatta ég það, eða ég dró þá ályktun að þetta væri það sem Guðni hefði verið að vísa til og að þeir hefðu talað saman.“ Össur sagðist styðja þessa kenningu með þeim rökum að Guðni strax eftir helgi talað um þjóðstjórn í fjölmiðlum. Því næst sagði Össur: „Guðni er rosalega fínn maður og vinur minn og pottþéttur að ýmsu leyti, en hann hugsar ekki um þjóðstjórn nema einhver hvísli því í eyra hans. Þannig að ég held að Davíð hafi talað við Guðna.“Sendi konuna næstum því út í búð eftir mjólk Árni M. Mathiesen lýsti fundinum þar sem Davíð nefndina hugmyndina um þjóðstjórn við skýrslutöku með eftirfarandi orðum: „Ja, hann var náttúrulega bara alveg skelfilegur og það lá við að maður hringdi heim til þess bara að biðja konuna að fara út og kaupa mjólk, svo það yrði örugglega til mjólk í ísskápnum, það var nú þannig lýsingarnar sem voru á því hvaða ástand mundi skapast.“ Árni segir að umræðan um þjóðstjórn hafi hellt olíu á eld og segir hann þetta hafa leitt til mikils vantrausts á milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Afleiðingarnar hafi verið þær að frumkvæði í vinnu stjórnvalda hafi flust frá Seðlabankanum yfir til Fjármálaeftirlitsins.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira