Orkuframleiðsla og umhverfisvernd 5. júlí 2010 06:00 Aðstoðarframkvæmdastjóri Sam-orku ritaði grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem hann talar um villur, meinlegan misskilning og villandi framsetningu í umfjöllun minni um nýja reglugerð um takmörk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Aðstoðarframkvæmdastjórinn heldur því fram að ég fari rangt með staðreyndir þegar ég fjalla um þau mörk sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) setur um brennisteinsvetni í andrúmslofti. Við deilum ekki um að WHO mörkin eru sett við 150 milligrömm í rúmmetra til að koma í veg fyrir bráðaáhrif. Þekkt bráðaáhrif eru við 15.000 milligrömm en WHO setur mörkin við 1% þeirrar tölu til að gæta fyllstu varúðar. En aðalatriði málsins er að mörkin í umræddri reglugerð eru sett lægri en WHO mörkin til að verja almenning fyrir mögulegum langtímaáhrifum mengunarinnar og til að koma í veg fyrir megna lyktarmengun. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku skautar framhjá þeirri staðreynd. Þá telur hann til þau rök að brennisteinsvetni hafi einu sinni mælst yfir mörkum WHO frá því að Hellisheiðarvirkjun var tekin í notkun. Engu að síður hafa margar kvartanir borist vegna óþæginda vegna sterkrar lyktar, jafnvel á þeim dögum þar sem gildin hafa verið verulega undir mörkum WHO. Nýlegar rannsóknir gefa líka vísbendingar um að brennisteinsvetni hafi áhrif á heilsu fólks við talsvert lægri styrk en við mörk WHO. Það eru því rík fagleg rök fyrir því að setja strangari mörk í reglugerð en þau sem WHO miðar við. Því næst snýr aðstoðarframkvæmdastjórinn út úr þegar hann vekur athygli á þeim ummælum mínum að m.a. Finnar hafi sett strangari reglur en gert er með umræddri reglugerð. Hann segir: ,,Hjá Samorku er okkur ekki kunnugt um að Finnar státi af jarðvarmavirkjunum. /.../ Við gætum að sama skapi án nokkurra vandamála skákað Finnum og sett hér mun strangari reglur en þeir hafa gert um rekstur kjarnorkuvera." Finnar setja sín mörk vegna þess að brennisteinsvetni er hluti af þeirri mengun sem verður til við framleiðslu pappírs. Aðstoðarframkvæmdastjórinn verður sjálfur að svara því hvort hann vissi ekki betur eða kaus að villa um fyrir almenningi með útúrsnúningi. Að lokum vekur aðstoðarframkvæmdastjórinn athygli á því að reglugerð um brennisteinsdíoxíð setji sex sinnum hærri mörk en WHO mælir með. Hvort að hann álíti það rök fyrir því að hér séu aldrei sett strangari mörk en þau sem WHO miðar við skal ósagt látið. Ástæðan fyrir háum mörkum brennisteinsdíoxíðs í reglugerð miðað við WHO mörkin er sú að WHO lækkaði sín mörk eftir að reglugerðin var sett. Þess vegna hefur umhverfisráðuneytið haft það til athugunar að lækka mörk reglugerðarinnar. Íslenskum stjórnvöldum ber að taka ákvarðanir og móta stefnu sína í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Ákvarðanataka felur í sér mat á ólíkum hagsmunum, t.a.m. hagsmunum orkufyrirtækja og almennings. Undanfarin ár hafa pólitískar áherslur verið með þeim hætti að hagsmunir orkufyrirtækja hafa vegið þyngra en hagsmunir almennings. Það er því kannski eðlilegt að fulltrúar orkufyrirtækja hrökkvi við þegar áherslurnar breytast. Almenningur ákvað í síðustu kosningum að kjósa stjórnmálaflokka sem setja sjónarmið náttúru- og umhverfisverndar á oddinn. Þær áherslur eru því í fyrirrúmi við stefnumótun og ákvarðanatöku umhverfisráðherra. Íslensk orkufyrirtæki stæra sig af grænni orku, segjast stuðla að sjálfbærri þróun og markaðssetja sig sem slík. Því mætti ætla að í samræmi við þann metnað að þau tækju því fagnandi að settar séu reglur sem takmarka mengun frá starfsemi þeirra. Sú sýn sem fram kemur í grein Samorku hlýtur því að vera í nokkru ósamræmi við þá stefnu. Framleiðsla umhverfisvænnar orku hefur verið hluti af þjóðarstolti okkar Íslendinga og skapað okkur sérstöðu um allan heim. Því ættu fulltrúar orkufyrirtækja að líta á ríkisvaldið sem bandamann sinn í því að skapa græna umgjörð í kringum orkufyrirtækin en ekki sem andstæðing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aðstoðarframkvæmdastjóri Sam-orku ritaði grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem hann talar um villur, meinlegan misskilning og villandi framsetningu í umfjöllun minni um nýja reglugerð um takmörk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Aðstoðarframkvæmdastjórinn heldur því fram að ég fari rangt með staðreyndir þegar ég fjalla um þau mörk sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) setur um brennisteinsvetni í andrúmslofti. Við deilum ekki um að WHO mörkin eru sett við 150 milligrömm í rúmmetra til að koma í veg fyrir bráðaáhrif. Þekkt bráðaáhrif eru við 15.000 milligrömm en WHO setur mörkin við 1% þeirrar tölu til að gæta fyllstu varúðar. En aðalatriði málsins er að mörkin í umræddri reglugerð eru sett lægri en WHO mörkin til að verja almenning fyrir mögulegum langtímaáhrifum mengunarinnar og til að koma í veg fyrir megna lyktarmengun. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku skautar framhjá þeirri staðreynd. Þá telur hann til þau rök að brennisteinsvetni hafi einu sinni mælst yfir mörkum WHO frá því að Hellisheiðarvirkjun var tekin í notkun. Engu að síður hafa margar kvartanir borist vegna óþæginda vegna sterkrar lyktar, jafnvel á þeim dögum þar sem gildin hafa verið verulega undir mörkum WHO. Nýlegar rannsóknir gefa líka vísbendingar um að brennisteinsvetni hafi áhrif á heilsu fólks við talsvert lægri styrk en við mörk WHO. Það eru því rík fagleg rök fyrir því að setja strangari mörk í reglugerð en þau sem WHO miðar við. Því næst snýr aðstoðarframkvæmdastjórinn út úr þegar hann vekur athygli á þeim ummælum mínum að m.a. Finnar hafi sett strangari reglur en gert er með umræddri reglugerð. Hann segir: ,,Hjá Samorku er okkur ekki kunnugt um að Finnar státi af jarðvarmavirkjunum. /.../ Við gætum að sama skapi án nokkurra vandamála skákað Finnum og sett hér mun strangari reglur en þeir hafa gert um rekstur kjarnorkuvera." Finnar setja sín mörk vegna þess að brennisteinsvetni er hluti af þeirri mengun sem verður til við framleiðslu pappírs. Aðstoðarframkvæmdastjórinn verður sjálfur að svara því hvort hann vissi ekki betur eða kaus að villa um fyrir almenningi með útúrsnúningi. Að lokum vekur aðstoðarframkvæmdastjórinn athygli á því að reglugerð um brennisteinsdíoxíð setji sex sinnum hærri mörk en WHO mælir með. Hvort að hann álíti það rök fyrir því að hér séu aldrei sett strangari mörk en þau sem WHO miðar við skal ósagt látið. Ástæðan fyrir háum mörkum brennisteinsdíoxíðs í reglugerð miðað við WHO mörkin er sú að WHO lækkaði sín mörk eftir að reglugerðin var sett. Þess vegna hefur umhverfisráðuneytið haft það til athugunar að lækka mörk reglugerðarinnar. Íslenskum stjórnvöldum ber að taka ákvarðanir og móta stefnu sína í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Ákvarðanataka felur í sér mat á ólíkum hagsmunum, t.a.m. hagsmunum orkufyrirtækja og almennings. Undanfarin ár hafa pólitískar áherslur verið með þeim hætti að hagsmunir orkufyrirtækja hafa vegið þyngra en hagsmunir almennings. Það er því kannski eðlilegt að fulltrúar orkufyrirtækja hrökkvi við þegar áherslurnar breytast. Almenningur ákvað í síðustu kosningum að kjósa stjórnmálaflokka sem setja sjónarmið náttúru- og umhverfisverndar á oddinn. Þær áherslur eru því í fyrirrúmi við stefnumótun og ákvarðanatöku umhverfisráðherra. Íslensk orkufyrirtæki stæra sig af grænni orku, segjast stuðla að sjálfbærri þróun og markaðssetja sig sem slík. Því mætti ætla að í samræmi við þann metnað að þau tækju því fagnandi að settar séu reglur sem takmarka mengun frá starfsemi þeirra. Sú sýn sem fram kemur í grein Samorku hlýtur því að vera í nokkru ósamræmi við þá stefnu. Framleiðsla umhverfisvænnar orku hefur verið hluti af þjóðarstolti okkar Íslendinga og skapað okkur sérstöðu um allan heim. Því ættu fulltrúar orkufyrirtækja að líta á ríkisvaldið sem bandamann sinn í því að skapa græna umgjörð í kringum orkufyrirtækin en ekki sem andstæðing.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun