FH og KA munu mætast í fjórðungsúrslitum VISA-bikarkeppni karla strax á fimmtudaginn vegna þátttöku FH í Meistaradeild Evrópu.
Að sögn Birkis Sveinssonar, mótastjóra KSÍ, voru liðin látin vita af því í vor að FH gæti þurft að spila í bikarnum á þessum degi vegna Meistaradeildarinnar. Aðrir leikir í fjórðungsúrslitunum fara fram dagna 11. og 12. júlí.
FH leikur gegn BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi dagana 14. og 21. júlí en fyrri leikurinn fer fram ytra.
Birkir sagði enn fremur að einhverjar raskanir yrðu á leikjum í 1. deildinni vegna bikarleiks KA en fjórir leikir fara fram í 1. deildinni á fimmtudagskvöldið.