Kirkjan og kynferðisofbeldi 20. ágúst 2010 06:00 Kynferðislegt ofbeldi er alvarleg staðreynd í samfélaginu. Allar stofnanir og félagasamtök, ekki síst þau sem vinna með og í þágu barna og unglinga þurfa að vera á varðbergi og skoða starfshætti sína í því ljósi. Umliðin ár hefur verið markvisst unnið að bættum vinnubrögðum í þessum efnum innan þjóðkirkjunnar og ég tel að við séum að gera góða hluti með styrkum stuðningi trausts fagfólks. Alltaf er hægt að gera betur og bæta vinnubrögð og verkalag. Sérstakt átak í þessum málum var gert á síðastliðnu ári og er rétt að minna á það sem gert hefur verið af hálfu þjóðkirkjunnar varðandi kynferðisbrot, forvarnir og aðgerðir. Fagráð um kynferðislegt ofbeldi hefur verið starfandi innan kirkjunnar í 12 ár. Fagráðinu er ætlað að móta verklag fyrir starfsmenn kirkjunnar um það hvernig eigi að bregðast við þegar slík tilkynning berst um kynferðisbrot af hendi annars starfsmanns og hafa umsjón með að ferlinu sé fylgt. Starfsfólk í barna- og æskulýðsstarfi hefur starfað á grundvelli siðareglna og heilræða undanfarin ár þar sem sérstaklega er tekið á því hvar mörk liggja gagnvart börnum og unglingum. Kirkjuþing 2009 samþykkti siðareglur fyrir allt starfsfólk og vígða þjóna kirkjunnar. Þar segir: „Misnota aldrei aðstöðu sína eða ógna velferð skjólstæðings, svo sem með óviðeigandi hegðun, orðfæri, viðmóti, kynferðislegri eða annars konar áreitni… Minnast þess að mörk einstaklinga eru mismunandi, svo sem að snerting getur auðveldlega misskilist eða valdið óþægindum… Stofna ekki til óviðeigandi sambands við skjólstæðing og að óheimilt er að ráða fólk til starfa til að sinna börnum og ungmennum sem hlotið hafa refsidóm vegna kynferðisbrots." Í siðareglunum er og skýrt kveðið á um upplýsingaskyldu skv. barnalögum þar sem segir að starfsfólk og vígðir þjónar kirkjunnar skuli „vera ávallt upplýst um lög og reglur sem gilda um börn og unglinga og að skylt sé að tilkynna barnaverndaryfirvöldum ef ætla má að barn búi við óviðunandi aðstæður eða er þolandi ofbeldis". Þessar siðareglur voru samþykktar á Kirkjuþingi 2009 og gilda fyrir alla presta og starfsmenn Þjóðkirkjunnar undantekningarlaust. Í samræmi við siðareglurnar er nú að fara af stað átak þar sem allir starfsmenn kirkjunnar verða beðnir um að samþykkja að skoða megi sakaskrá þeirra m.t.t. kynferðislegs ofbeldis, svonefnda skimun. Væntanleg er yfirlýsing er ber heitið „Kristnar kirkjur á Íslandi taka afstöðu gegn misnotkun og ofbeldi í hvaða mynd sem er". Þetta er verkefni kirkna og safnaða sem aðild eiga að Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga. Þjóðkirkjan hefur tekið skýra afstöðu gegn ofbeldi gegn konum og börnum. Ég hef lýst því viðhorfi mínu oft og iðulega að kynferðisbrot og annað ofbeldi gegn konum og börnum líðist ekki innan vébanda þjóðkirkjunnar og að kirkjan taki undir með þeim einstaklingum og samtökum sem vinna að vitundarvakningu meðal þjóðarinnar um þessi alvarlegu mál. Það er mörkuð stefna þjóðkirkjunnar. Þökk sé þeim mörgu sem láta sér ekki á sama standa, sem halda vöku sinni, og leitast við að sýna umhyggju og veita hjálp og vekja samfélagið til vitundar um neyð og þjáningu annarra. Þá er einnig rétt að minna á fundargerð Kirkjuráðs frá 19. júní 2009: „Kirkjuráð tekur undir orð biskups Íslands á prestastefnu 2009 og biður þær konur og börn sem brotið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hafa liðið." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Kynferðislegt ofbeldi er alvarleg staðreynd í samfélaginu. Allar stofnanir og félagasamtök, ekki síst þau sem vinna með og í þágu barna og unglinga þurfa að vera á varðbergi og skoða starfshætti sína í því ljósi. Umliðin ár hefur verið markvisst unnið að bættum vinnubrögðum í þessum efnum innan þjóðkirkjunnar og ég tel að við séum að gera góða hluti með styrkum stuðningi trausts fagfólks. Alltaf er hægt að gera betur og bæta vinnubrögð og verkalag. Sérstakt átak í þessum málum var gert á síðastliðnu ári og er rétt að minna á það sem gert hefur verið af hálfu þjóðkirkjunnar varðandi kynferðisbrot, forvarnir og aðgerðir. Fagráð um kynferðislegt ofbeldi hefur verið starfandi innan kirkjunnar í 12 ár. Fagráðinu er ætlað að móta verklag fyrir starfsmenn kirkjunnar um það hvernig eigi að bregðast við þegar slík tilkynning berst um kynferðisbrot af hendi annars starfsmanns og hafa umsjón með að ferlinu sé fylgt. Starfsfólk í barna- og æskulýðsstarfi hefur starfað á grundvelli siðareglna og heilræða undanfarin ár þar sem sérstaklega er tekið á því hvar mörk liggja gagnvart börnum og unglingum. Kirkjuþing 2009 samþykkti siðareglur fyrir allt starfsfólk og vígða þjóna kirkjunnar. Þar segir: „Misnota aldrei aðstöðu sína eða ógna velferð skjólstæðings, svo sem með óviðeigandi hegðun, orðfæri, viðmóti, kynferðislegri eða annars konar áreitni… Minnast þess að mörk einstaklinga eru mismunandi, svo sem að snerting getur auðveldlega misskilist eða valdið óþægindum… Stofna ekki til óviðeigandi sambands við skjólstæðing og að óheimilt er að ráða fólk til starfa til að sinna börnum og ungmennum sem hlotið hafa refsidóm vegna kynferðisbrots." Í siðareglunum er og skýrt kveðið á um upplýsingaskyldu skv. barnalögum þar sem segir að starfsfólk og vígðir þjónar kirkjunnar skuli „vera ávallt upplýst um lög og reglur sem gilda um börn og unglinga og að skylt sé að tilkynna barnaverndaryfirvöldum ef ætla má að barn búi við óviðunandi aðstæður eða er þolandi ofbeldis". Þessar siðareglur voru samþykktar á Kirkjuþingi 2009 og gilda fyrir alla presta og starfsmenn Þjóðkirkjunnar undantekningarlaust. Í samræmi við siðareglurnar er nú að fara af stað átak þar sem allir starfsmenn kirkjunnar verða beðnir um að samþykkja að skoða megi sakaskrá þeirra m.t.t. kynferðislegs ofbeldis, svonefnda skimun. Væntanleg er yfirlýsing er ber heitið „Kristnar kirkjur á Íslandi taka afstöðu gegn misnotkun og ofbeldi í hvaða mynd sem er". Þetta er verkefni kirkna og safnaða sem aðild eiga að Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga. Þjóðkirkjan hefur tekið skýra afstöðu gegn ofbeldi gegn konum og börnum. Ég hef lýst því viðhorfi mínu oft og iðulega að kynferðisbrot og annað ofbeldi gegn konum og börnum líðist ekki innan vébanda þjóðkirkjunnar og að kirkjan taki undir með þeim einstaklingum og samtökum sem vinna að vitundarvakningu meðal þjóðarinnar um þessi alvarlegu mál. Það er mörkuð stefna þjóðkirkjunnar. Þökk sé þeim mörgu sem láta sér ekki á sama standa, sem halda vöku sinni, og leitast við að sýna umhyggju og veita hjálp og vekja samfélagið til vitundar um neyð og þjáningu annarra. Þá er einnig rétt að minna á fundargerð Kirkjuráðs frá 19. júní 2009: „Kirkjuráð tekur undir orð biskups Íslands á prestastefnu 2009 og biður þær konur og börn sem brotið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hafa liðið."
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun