Raikkönen ekki í Formúlu 1 2011 29. október 2010 09:37 Það hefur ekki allt gengið eftir bókinni hjá Raikkönen. Hann hefur lent í ýmsum uppákomum í mótum og sést hér skoða bíl sinn eftir óhapp í upphitun fyrir HM mótið í Japan. Mynd: Getty Images/Massimo Bettiol Umboðsmaður Kimi Raikkönen segir að hann keppi ekki í Formúlu 1 á næsta ári, en nokkur umræða hefur verið um að hann mætti í slaginn aftur. Um tíma var mikil umfjöllun um möguleika hans á sæti hjá Renault, en hann eyddi þeim hugmyndum fyrir nokkru. "Við erum ekki að leita eftir tækifærum í Formúlu 1. Kimi hefur augastað á rallakstri", sagði Steve Robertson í samtali við finnsku MTV3 sjónvarpsstöðina samkvæmt frétt á autosport.com. Sú stöð sýnir frá Formúlu 1 mótum, en Robertson er í umboðsmannateymi Raikkönens. Raikkönen hefur keppt í rallakstri á þessu ári með Citroen, með stuðningi frá Red Bull samsteypunni og hefur hann áhuga á að halda því áfram. Samkvæmt því sem Robertson segir er ekkert fast í hendi hvað það varðar fyrir næsta ár. Bílaframleiðandinn Mini mætir í slaginn í nokkur mót á næsta ári og hefur sýnt Raikkönen áhuga. Mini bíllinn verður undir handleiðslu Prodrive fyrirtækisins, sem sá um Subaru á sínum tíma í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. BMW er eigandi að Mini merkinu í dag og verður BMW vél í Mini rallbílnum. Að sögn Robertson eru þeir í viðræðum við nokkur lið hvað heimsmeistarakeppnina í rallakstri varðar og hann segist ekki afskrifa endurkomu Raikkönen í Formúlu 1 í framtíðinni. Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Umboðsmaður Kimi Raikkönen segir að hann keppi ekki í Formúlu 1 á næsta ári, en nokkur umræða hefur verið um að hann mætti í slaginn aftur. Um tíma var mikil umfjöllun um möguleika hans á sæti hjá Renault, en hann eyddi þeim hugmyndum fyrir nokkru. "Við erum ekki að leita eftir tækifærum í Formúlu 1. Kimi hefur augastað á rallakstri", sagði Steve Robertson í samtali við finnsku MTV3 sjónvarpsstöðina samkvæmt frétt á autosport.com. Sú stöð sýnir frá Formúlu 1 mótum, en Robertson er í umboðsmannateymi Raikkönens. Raikkönen hefur keppt í rallakstri á þessu ári með Citroen, með stuðningi frá Red Bull samsteypunni og hefur hann áhuga á að halda því áfram. Samkvæmt því sem Robertson segir er ekkert fast í hendi hvað það varðar fyrir næsta ár. Bílaframleiðandinn Mini mætir í slaginn í nokkur mót á næsta ári og hefur sýnt Raikkönen áhuga. Mini bíllinn verður undir handleiðslu Prodrive fyrirtækisins, sem sá um Subaru á sínum tíma í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. BMW er eigandi að Mini merkinu í dag og verður BMW vél í Mini rallbílnum. Að sögn Robertson eru þeir í viðræðum við nokkur lið hvað heimsmeistarakeppnina í rallakstri varðar og hann segist ekki afskrifa endurkomu Raikkönen í Formúlu 1 í framtíðinni.
Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira