Hamilton stefnir á tvo titla 30. maí 2010 20:26 Lewis Hamilton og Nicole Scherzinger fögnuðu sigriinum í Tyrklandi í dag. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton hjá McLaren vann óvæntan sigur í dag, eftir afhroð Red Bull liðsins, en ökumennirnir Mark Webber og Sebastian Vettel óku hver á annan þegar þeir voru í fyrsta og öðru sæti. "Við börðumst af kappi við Red Bull og það var mjótt á munum. Við munum gera okkar til að vinna báða meistaratitlanna", sagði Hamilton eftir keppnina samkvæmt frétt á autosport.com. "Við höfum verið að elta Red Bull og það er mikið afrek að ná að keppa við þá. Liðin höfðu ólíkan styrkleika á þessari braut og við vissum ekki hvernig það myndi þróast. Við pressuðum þá og það er frábært að vinna tvöfalt." Hann sagði að gaman hefði verið að sjá slag Vettel og Webber sem endaði með ósköpum. "Þetta var eins og að horfa á þrívíddarmynd. Frábært og ég var í besta sætinu! Sebastian keyrir af öryggi, en hann komst innfyrir Mark, sem hélt línunni og gaf ekkert pláss. Það var engin ástæða fyrir Sebastian að beygja til hægri og þetta var óheppilegt fyrir þá, en heppilegt fyrir okkur", sagði Hamilton. Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren vann óvæntan sigur í dag, eftir afhroð Red Bull liðsins, en ökumennirnir Mark Webber og Sebastian Vettel óku hver á annan þegar þeir voru í fyrsta og öðru sæti. "Við börðumst af kappi við Red Bull og það var mjótt á munum. Við munum gera okkar til að vinna báða meistaratitlanna", sagði Hamilton eftir keppnina samkvæmt frétt á autosport.com. "Við höfum verið að elta Red Bull og það er mikið afrek að ná að keppa við þá. Liðin höfðu ólíkan styrkleika á þessari braut og við vissum ekki hvernig það myndi þróast. Við pressuðum þá og það er frábært að vinna tvöfalt." Hann sagði að gaman hefði verið að sjá slag Vettel og Webber sem endaði með ósköpum. "Þetta var eins og að horfa á þrívíddarmynd. Frábært og ég var í besta sætinu! Sebastian keyrir af öryggi, en hann komst innfyrir Mark, sem hélt línunni og gaf ekkert pláss. Það var engin ástæða fyrir Sebastian að beygja til hægri og þetta var óheppilegt fyrir þá, en heppilegt fyrir okkur", sagði Hamilton.
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira