Mikilvægt persónukjör framundan 21. október 2010 15:00 Áhugi á persónukjöri fer vaxandi, á því fyrirkomulagi að kjósendur geti valið einstaklinga en ekki aðeins flokkslista. Framundan er kosning til stjórnlagaþings sem verður í senn persónukjör og með landinu sem einu kjördæmi. Hvort tveggja er nýjung hjá okkur. Kjósendur fá að velja verðuga fulltrúa til að endurskoða stjórnarskrána. En um leið taka þeir þátt í mikilvægri tilraun með persónukjör sem gæti orðið vísir að því sem koma skal. Kjósendur velja ekki aðeins einn frambjóðanda með krossi heldur forgangsraða þeir allt að 25 frambjóðendum. Beitt verður þekktri talningaraðferð sem tryggir að vilji kjósenda er virtur til hins ítrasta. Það er afar mikilvægt að kjósendur taki þátt í kosningunum með öflugum hætti og nýti sér rétt sinn til röðunar til fulls. Þannig hafa þeir mest áhrif á niðurstöðuna. Tilefni þessarar hvatningar er að Sverrir Jakobsson ritar pistil í Fréttablaðið 19. október s.l. um persónukjör. Í grein Sverris gætir nokkurs misskilnings varðandi aðferðina sem beitt verður. Það er ekki rétt hjá Sverri að röðun í fyrstu sætin og einkum það fyrsta sé það eina sem máli skiptir. Þverrt á móti. Það getur allt eins orðið síðasta val kjósandans sem kemur manni á þingið. Kjósandinn þarf heldur ekki að hika við að setja ofarlega einhvern sem ekki er í sviðsljósinu. Nái hann ekki kjöri er atkvæðinu engan veginn kastað á glæ heldur fer það næsta manns að ósk kjósandans. Með öflugri þátttöku í persónukjörinu til stjórnlagaþings fær þjóðin mikið tækifæri. Nýtum það til fulls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Áhugi á persónukjöri fer vaxandi, á því fyrirkomulagi að kjósendur geti valið einstaklinga en ekki aðeins flokkslista. Framundan er kosning til stjórnlagaþings sem verður í senn persónukjör og með landinu sem einu kjördæmi. Hvort tveggja er nýjung hjá okkur. Kjósendur fá að velja verðuga fulltrúa til að endurskoða stjórnarskrána. En um leið taka þeir þátt í mikilvægri tilraun með persónukjör sem gæti orðið vísir að því sem koma skal. Kjósendur velja ekki aðeins einn frambjóðanda með krossi heldur forgangsraða þeir allt að 25 frambjóðendum. Beitt verður þekktri talningaraðferð sem tryggir að vilji kjósenda er virtur til hins ítrasta. Það er afar mikilvægt að kjósendur taki þátt í kosningunum með öflugum hætti og nýti sér rétt sinn til röðunar til fulls. Þannig hafa þeir mest áhrif á niðurstöðuna. Tilefni þessarar hvatningar er að Sverrir Jakobsson ritar pistil í Fréttablaðið 19. október s.l. um persónukjör. Í grein Sverris gætir nokkurs misskilnings varðandi aðferðina sem beitt verður. Það er ekki rétt hjá Sverri að röðun í fyrstu sætin og einkum það fyrsta sé það eina sem máli skiptir. Þverrt á móti. Það getur allt eins orðið síðasta val kjósandans sem kemur manni á þingið. Kjósandinn þarf heldur ekki að hika við að setja ofarlega einhvern sem ekki er í sviðsljósinu. Nái hann ekki kjöri er atkvæðinu engan veginn kastað á glæ heldur fer það næsta manns að ósk kjósandans. Með öflugri þátttöku í persónukjörinu til stjórnlagaþings fær þjóðin mikið tækifæri. Nýtum það til fulls.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar