Google gefur kínverskum stjórnvöldum fingurinn 23. mars 2010 08:38 Leitarvélin Google hefur ákveðið að hundsa reglur kínverskra stjórnvalda um ritskoðun. Hefur netumferð Kínverja um Google nú verið flutt yfir á netþjónabú í Hong Kong en reglurnar um ritskoðunina ná ekki þangað. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð kínverskra stjórnvalda sem að öllum líkindum munu henda Google alfarið út úr landinu.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að aðgerðir Google hafi magnað deilu sem staðið hafa yfir milli Google og kínverskra stjórnvalda síðustu tvo mánuði. Stjórnvöld segja að Google hafi nú brotið „loforð" sitt um að fylgja ritskoðunarreglunum eftir.„Google er að spila mikið hættuspil," segir Rob Enderle forstjóri greiningarfyrirtækisins Enderle Group. „Á endanum gætu þeir valdið meiri skaða en ekki."Netmarkaðurinn í Kína er sá stærsti í heimi en alls eru um 384 milljón notenda tengdir honum. Starfslið Google í Kína telur um 600 manns og getur ekki útilokað að fjöldi þeirra missi vinnuna í kjölfar hinnar nýju stöðu í málinu að sögn talsmanns Google.Ritskoðunin í Kína gengur út á að netmiðlar þar í landi mega ekki tengja notendur við ákveðna síður eða upplýsingar um ýmis samtök eða atburði eins og t.d. Falun Gong eða atburðina sem gerðust á Tiananmen torginu árið 1989. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Leitarvélin Google hefur ákveðið að hundsa reglur kínverskra stjórnvalda um ritskoðun. Hefur netumferð Kínverja um Google nú verið flutt yfir á netþjónabú í Hong Kong en reglurnar um ritskoðunina ná ekki þangað. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð kínverskra stjórnvalda sem að öllum líkindum munu henda Google alfarið út úr landinu.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að aðgerðir Google hafi magnað deilu sem staðið hafa yfir milli Google og kínverskra stjórnvalda síðustu tvo mánuði. Stjórnvöld segja að Google hafi nú brotið „loforð" sitt um að fylgja ritskoðunarreglunum eftir.„Google er að spila mikið hættuspil," segir Rob Enderle forstjóri greiningarfyrirtækisins Enderle Group. „Á endanum gætu þeir valdið meiri skaða en ekki."Netmarkaðurinn í Kína er sá stærsti í heimi en alls eru um 384 milljón notenda tengdir honum. Starfslið Google í Kína telur um 600 manns og getur ekki útilokað að fjöldi þeirra missi vinnuna í kjölfar hinnar nýju stöðu í málinu að sögn talsmanns Google.Ritskoðunin í Kína gengur út á að netmiðlar þar í landi mega ekki tengja notendur við ákveðna síður eða upplýsingar um ýmis samtök eða atburði eins og t.d. Falun Gong eða atburðina sem gerðust á Tiananmen torginu árið 1989.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira