Ráðuneytið vissi af skorti á markaðnum 2. desember 2010 04:45 jón bjarnason Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara ehf., hafði samband við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í sumar sökum fyrirsjáanlegs skorts á kjúklingi á markaðnum vegna salmonellusýkingar hjá framleiðendum. Leifur fer fram á það í bréfi sínu, dagsettu 30. júlí síðastliðinn, fyrir hönd Aðfanga og verslana Haga, sem eru eigendur Ferskra kjötvara, að leyfi fyrir auknum innflutningi á kjúklingi verði skoðað innan ráðuneytisins. Leifur ítrekaði beiðni sína 5. ágúst. Að sögn Leifs hafði Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri framleiðslu- og markaðsskrifstofu ráðuneytisins, samband við hann símleiðis í kjölfarið og sagðist hafa athugað stöðuna meðal framleiðenda. Ekki væri að sjá að von væri á skorti á vörunum og því ekki ástæða til að endurskoða innflutningskvóta á erlendum kjúklingi. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að ráðuneytinu hefðu aldrei borist formlegar fyrirspurnir um rýmkun á kvóta né heldur athugasemdir varðandi skort á kjúklingi á markaðnum. Í blaði gærdagsins sagði Jón Bjarnason að innfluttum kjúklingi fylgdi ekki vottorð um að hann væri salmonellufrír. Í reglugerð landbúnaðarráðuneytisins nr. 509/2004 segir hins vegar að allt hrátt innflutt kjöt skuli geyma í frysti í mánuð og því skuli fylgja „opinbert vottorð sem staðfestir að afurðirnar séu lausar við salmonellusýkla.“ „Það er ekki hægt að horfast í augu við þessa vitleysu, hvað sem ráðherra segir,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Öllu innfluttu kjöti fylgir heilbrigðisvottorð og ekkert kemur inn í landið án þess að hafa verið fryst í 30 daga.“ Andrés segir ráðherra vera grímulaust að ganga á hagsmuni neytenda og hann sinni engu um þeirra þarfir. „Það eina sem honum gengur til er að vernda hagsmuni innlendra framleiðenda. Þeir hafa hvað eftir annað átt við salmonellusýkingar, sem leiða svo til þess að framleiðendur geta ekki sinnt þörfinni á markaðnum,“ segir hann. Hvorki náðist í Jón Bjarnason né Ólaf Friðriksson við vinnslu fréttarinnar. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Sjá meira
Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara ehf., hafði samband við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í sumar sökum fyrirsjáanlegs skorts á kjúklingi á markaðnum vegna salmonellusýkingar hjá framleiðendum. Leifur fer fram á það í bréfi sínu, dagsettu 30. júlí síðastliðinn, fyrir hönd Aðfanga og verslana Haga, sem eru eigendur Ferskra kjötvara, að leyfi fyrir auknum innflutningi á kjúklingi verði skoðað innan ráðuneytisins. Leifur ítrekaði beiðni sína 5. ágúst. Að sögn Leifs hafði Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri framleiðslu- og markaðsskrifstofu ráðuneytisins, samband við hann símleiðis í kjölfarið og sagðist hafa athugað stöðuna meðal framleiðenda. Ekki væri að sjá að von væri á skorti á vörunum og því ekki ástæða til að endurskoða innflutningskvóta á erlendum kjúklingi. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að ráðuneytinu hefðu aldrei borist formlegar fyrirspurnir um rýmkun á kvóta né heldur athugasemdir varðandi skort á kjúklingi á markaðnum. Í blaði gærdagsins sagði Jón Bjarnason að innfluttum kjúklingi fylgdi ekki vottorð um að hann væri salmonellufrír. Í reglugerð landbúnaðarráðuneytisins nr. 509/2004 segir hins vegar að allt hrátt innflutt kjöt skuli geyma í frysti í mánuð og því skuli fylgja „opinbert vottorð sem staðfestir að afurðirnar séu lausar við salmonellusýkla.“ „Það er ekki hægt að horfast í augu við þessa vitleysu, hvað sem ráðherra segir,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Öllu innfluttu kjöti fylgir heilbrigðisvottorð og ekkert kemur inn í landið án þess að hafa verið fryst í 30 daga.“ Andrés segir ráðherra vera grímulaust að ganga á hagsmuni neytenda og hann sinni engu um þeirra þarfir. „Það eina sem honum gengur til er að vernda hagsmuni innlendra framleiðenda. Þeir hafa hvað eftir annað átt við salmonellusýkingar, sem leiða svo til þess að framleiðendur geta ekki sinnt þörfinni á markaðnum,“ segir hann. Hvorki náðist í Jón Bjarnason né Ólaf Friðriksson við vinnslu fréttarinnar. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Sjá meira