Lífið

Eurovision: Pólverjar gefa Íslandi 12 stig

Hera Björk er í áttunda sæti í forkeppninni þar sem fulltrúar þjóðanna gáfu hver öðrum stig.
Hera Björk er í áttunda sæti í forkeppninni þar sem fulltrúar þjóðanna gáfu hver öðrum stig.

Eurovision-biblían ESCToday.com stendur fyrir sérstakri forkeppni á hverju ári þar sem fulltrúar þjóða sem taka þátt gefa lögunum stig líkt og í lokakeppninni. Hera Björk og félagar standa vel að vígi og eru í 8. sæti með 83 stig. Enn sem komið er hefur ein þjóð gefið íslenska laginu 12 stig: vinir okkar í Póllandi.

Þrjár þjóðir eru með nokkuð afgerandi forystu í forkeppni ESCToday: Ísrael og Þýskaland eru með 130 og 131 stig í harðri keppni um annað sæti, en efst trónir danska lagið með hvorki meira né minna en 150 stig.

Lagið þykir afar sigurstranglegt og það má því velta fyrir sér hvort Jóhanna Guðrún nagi sig í handarbökin þar sem henni stóð til boða að syngja lagið ásamt dönskum söngvara. - afb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×