Regluvæðing fjármálakerfisins 16. júní 2010 06:00 Það hefur tekið næstum tvö ár frá falli Lehman Brothers og rúm þrjú ár frá upphafi fjármálakreppunnar fyrir Bandaríkin og Evrópu að gera umbætur á regluverki á fjármálamarkaði. Það ber líklega að fagna nýlegum betrumbótum á regluverki í Bandaríkjunum og Evrópu. Það er jú allt að því almenn sátt um að orsakir fjármálakreppunnar megi rekja til afnáms regluverks, sem hófst á tímum Margaret Thatcher og Ronalds Reagan fyrir 30 árum. Óbeislaðir markaðir eru hvorki skilvirkir né stöðugir. En orrustan - og jafnvel sigurinn - hefur skilið eftir óbragð í munni. Fæstir þeirra sem bera ábyrgð á mistökum - hvort eð heldur seðlabankar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópu eða bandaríska fjármálaráðuneytið - hafa gengist við þeim. Bandarískir bankar sem skildu eftir sig sviðna jörð í hagkerfi heimsins þráast við að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Það sem verra er þá njóta þeir enn stuðnings frá seðlabankanum, sem hefði mátt búast við að myndi fara sér gætilegar í ljósi fyrri mistaka. Eftirlitsstofnanir hafa heilmikil ítök. Stóra spurningin er: getum við treyst þeim? Í mínum huga er svarið afdráttarlaust nei. Þess vegna verður að tengja stærri hluta af regluverkinu framhjá eftirlitsstofnunum. Það gengur ekki að útdeila eftirlitsaðilum ábyrgðinni en eftirláta þeim útfærsluna. Þetta vekur aðra spurningu: hverjum er treystandi? Í flóknum heimi fjármála hefur traustið hvílt hjá bönkunum (fyrst þeir græddu svona mikið, hlutu þeir að vera að gera eitthvað rétt!) og eftirlitsaðilum, sem margir hverjir höfðu áður starfað á fjármálamörkuðunum. Atburðir liðinna ára eru hins vegar vitni um það að bankamenn geta grætt á tá og fingri um leið og þeir grafa undan hagkerfinu og valda fyrirtækjum sínum miklu tapi. Það hefur líka sýnt sig að bankamönnum er „siðferðislega ábótavant". Dómstóll á til dæmis eftir að skera úr um hvort Goldman Sachs hafi brotið lög með því að taka stöðu gegn afurð sem fyrirtækið hafði búið til. Dómstóll fólksins hefur aftur á móti þegar kveðið upp sinn dóm um siðferðishlið sama gjörnings. Smáatriðin geta hins vegar ráðið úrslitum og erindrekar fjármálageirans hafa lagt mikið á sig til að tryggja að smáatriðin í nýjum reglunum séu vinnuveitendum þeirra í hag. Fyrir vikið líður líklega langur tími þar til við getum metið árangurinn af hverjum þeim lögum sem Bandaríkjaþing samþykkir að lokum. En skilyrðin sem lögin verða að uppfylla eru skýr: lögin verða að stemma stigu við þeim vinnubrögðum sem tefldu hagkerfi heimsins í tvísýnu, og stuðla að því að fjármálakerfið snúi sér aftur að raunverulegu hlutverki sínu - áhættustýringu, að ráðstafa fjármagni, lánveitingum (sérstaklega til smárra og meðalstórra fyrirtækja) og starfrækja skilvirkt launakerfi. Ný löggjöf mun vonandi gefa góða raun á ýmsum sviðum; afleiðuviðskipti verða færð í kauphallirnar og takmörk verða sett á verstu vinnubrögðin á íbúðalánamarkaði. Þá er útlit fyrir að hin svívirðilegu færslugjöld verði lækkuð en þau eru í raun eins konar skattur sem rennur beint í vasa kaupahéðna í stað samfélagsins. Annað er ólíklegt að nái fram að ganga: bankar sem eru of stórir til að falla eru stærra vandamál núna en fyrir kreppu. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki sýnt kjark til að nota þau úrræði sem þau hafa heldur borgað reikninginn fyrir hluthafa og skuldabréfaeigendur. Á því verður líklega ekki breyting meðan enn eru til bankar sem eru of stórir til að falla. Það eru ýmsar leiðir til að halda aftur af óhófi stóru bankanna, til dæmis kröftug útgáfa af hinni svonefndu Volcker-reglu (sem gengur út á að skikka banka sem njóta ríkisábyrgðar að halda sig fyrst og fremst við lánveitingar). Það væri kæruleysi af stjórnvöldum að nota ekki tækifærið og breyta kerfinu. ©Project Syndicate Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það hefur tekið næstum tvö ár frá falli Lehman Brothers og rúm þrjú ár frá upphafi fjármálakreppunnar fyrir Bandaríkin og Evrópu að gera umbætur á regluverki á fjármálamarkaði. Það ber líklega að fagna nýlegum betrumbótum á regluverki í Bandaríkjunum og Evrópu. Það er jú allt að því almenn sátt um að orsakir fjármálakreppunnar megi rekja til afnáms regluverks, sem hófst á tímum Margaret Thatcher og Ronalds Reagan fyrir 30 árum. Óbeislaðir markaðir eru hvorki skilvirkir né stöðugir. En orrustan - og jafnvel sigurinn - hefur skilið eftir óbragð í munni. Fæstir þeirra sem bera ábyrgð á mistökum - hvort eð heldur seðlabankar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópu eða bandaríska fjármálaráðuneytið - hafa gengist við þeim. Bandarískir bankar sem skildu eftir sig sviðna jörð í hagkerfi heimsins þráast við að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Það sem verra er þá njóta þeir enn stuðnings frá seðlabankanum, sem hefði mátt búast við að myndi fara sér gætilegar í ljósi fyrri mistaka. Eftirlitsstofnanir hafa heilmikil ítök. Stóra spurningin er: getum við treyst þeim? Í mínum huga er svarið afdráttarlaust nei. Þess vegna verður að tengja stærri hluta af regluverkinu framhjá eftirlitsstofnunum. Það gengur ekki að útdeila eftirlitsaðilum ábyrgðinni en eftirláta þeim útfærsluna. Þetta vekur aðra spurningu: hverjum er treystandi? Í flóknum heimi fjármála hefur traustið hvílt hjá bönkunum (fyrst þeir græddu svona mikið, hlutu þeir að vera að gera eitthvað rétt!) og eftirlitsaðilum, sem margir hverjir höfðu áður starfað á fjármálamörkuðunum. Atburðir liðinna ára eru hins vegar vitni um það að bankamenn geta grætt á tá og fingri um leið og þeir grafa undan hagkerfinu og valda fyrirtækjum sínum miklu tapi. Það hefur líka sýnt sig að bankamönnum er „siðferðislega ábótavant". Dómstóll á til dæmis eftir að skera úr um hvort Goldman Sachs hafi brotið lög með því að taka stöðu gegn afurð sem fyrirtækið hafði búið til. Dómstóll fólksins hefur aftur á móti þegar kveðið upp sinn dóm um siðferðishlið sama gjörnings. Smáatriðin geta hins vegar ráðið úrslitum og erindrekar fjármálageirans hafa lagt mikið á sig til að tryggja að smáatriðin í nýjum reglunum séu vinnuveitendum þeirra í hag. Fyrir vikið líður líklega langur tími þar til við getum metið árangurinn af hverjum þeim lögum sem Bandaríkjaþing samþykkir að lokum. En skilyrðin sem lögin verða að uppfylla eru skýr: lögin verða að stemma stigu við þeim vinnubrögðum sem tefldu hagkerfi heimsins í tvísýnu, og stuðla að því að fjármálakerfið snúi sér aftur að raunverulegu hlutverki sínu - áhættustýringu, að ráðstafa fjármagni, lánveitingum (sérstaklega til smárra og meðalstórra fyrirtækja) og starfrækja skilvirkt launakerfi. Ný löggjöf mun vonandi gefa góða raun á ýmsum sviðum; afleiðuviðskipti verða færð í kauphallirnar og takmörk verða sett á verstu vinnubrögðin á íbúðalánamarkaði. Þá er útlit fyrir að hin svívirðilegu færslugjöld verði lækkuð en þau eru í raun eins konar skattur sem rennur beint í vasa kaupahéðna í stað samfélagsins. Annað er ólíklegt að nái fram að ganga: bankar sem eru of stórir til að falla eru stærra vandamál núna en fyrir kreppu. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki sýnt kjark til að nota þau úrræði sem þau hafa heldur borgað reikninginn fyrir hluthafa og skuldabréfaeigendur. Á því verður líklega ekki breyting meðan enn eru til bankar sem eru of stórir til að falla. Það eru ýmsar leiðir til að halda aftur af óhófi stóru bankanna, til dæmis kröftug útgáfa af hinni svonefndu Volcker-reglu (sem gengur út á að skikka banka sem njóta ríkisábyrgðar að halda sig fyrst og fremst við lánveitingar). Það væri kæruleysi af stjórnvöldum að nota ekki tækifærið og breyta kerfinu. ©Project Syndicate
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun