Schumacher og Vettel unnu fjórða meistarabikar Þýskalands 27. nóvember 2010 21:33 Schumacher og Vettal fagna sigri Þýskalands í dag., en þeir keppa sem einstaklingar á morgun. Mynd: Getty Images Michael Schumacher og Sebastian Vettel tryggðu Þýskalandi meistarabikar þjóða í kappakstursmóti meistaranna í kvöld, en mótið fór fram í Dusseldorf í Þýskalandi. Þeir landar lögðu lið Breta, skipað þeim Andy Pirlaux og Jason Plato að velli í úrslitum. Schumacher keppti í hreinum úrslitum við Pirlaux eftir að staðan var 1-1 á milli Þýskalands og Bretlands í úrslitunum, en 16 ökumenn kepptu fyrir hönd þjóða sinna í mótinu. Ekið var á ýmiskonar ökutækjum á malbikaðri braut sem búið er að leggja á knattspyrnuvelli og verður keppt á ný á morgun. Þá verður einstaklingskeppni í kappakstursmóti meistaranna og verður mótið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hún kl. 11.45. Sömu keppendur verða og í dag og eru það þekktir kappar á sviði ýmissa akstursíþrótta, þeir sömu og óku í i dag. Keppni einstaklinga á sunnudag A riðill: Sébastien LOEB, sjöfaldur heimsmeistari í rallakstri Heikki KOVALAINEN, ökumaður Lotus í Formúlu 1 Jeroen BLEEKEMOLEN, tvöfaldur sigurvegar í Porsche Super Cup Bertrand BAGUETTE, meistari 2009 í Nissan World Series B riðill: Tom KRISTENSEN, áttfaldur meistari í Le Mans 24 hours Andy PRIAULX, þrefaldur meistari í World Touring Car Mick DOOHAN, fimmfaldur mótorhjólameistari (500c) Travis PASTRANA, ellefaldur gullverðlaunahafi í X-Games C riðill: Sebastian VETTEL, heimsmeistari í Formúlu 1 2010 Carl EDWARDS, meistari í 2007 NASCAR Nationwide Series Filipe ALBUQUERQUE, vann ROC Suður Evrópu 2010 Tanner FOUST, vann í rall og rallikrossi X-Games 2010 D riðill: Michael SCHUMACHER, sjöfaldur meistari í Formúlu 1 Alain PROST, fjórfaldur meistari í Formúlu 1 Jason PLATO, tvöfaldur meistari í British Touring Car Alvaro PARENTE, vann ROC South Evrópu 201 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher og Sebastian Vettel tryggðu Þýskalandi meistarabikar þjóða í kappakstursmóti meistaranna í kvöld, en mótið fór fram í Dusseldorf í Þýskalandi. Þeir landar lögðu lið Breta, skipað þeim Andy Pirlaux og Jason Plato að velli í úrslitum. Schumacher keppti í hreinum úrslitum við Pirlaux eftir að staðan var 1-1 á milli Þýskalands og Bretlands í úrslitunum, en 16 ökumenn kepptu fyrir hönd þjóða sinna í mótinu. Ekið var á ýmiskonar ökutækjum á malbikaðri braut sem búið er að leggja á knattspyrnuvelli og verður keppt á ný á morgun. Þá verður einstaklingskeppni í kappakstursmóti meistaranna og verður mótið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hún kl. 11.45. Sömu keppendur verða og í dag og eru það þekktir kappar á sviði ýmissa akstursíþrótta, þeir sömu og óku í i dag. Keppni einstaklinga á sunnudag A riðill: Sébastien LOEB, sjöfaldur heimsmeistari í rallakstri Heikki KOVALAINEN, ökumaður Lotus í Formúlu 1 Jeroen BLEEKEMOLEN, tvöfaldur sigurvegar í Porsche Super Cup Bertrand BAGUETTE, meistari 2009 í Nissan World Series B riðill: Tom KRISTENSEN, áttfaldur meistari í Le Mans 24 hours Andy PRIAULX, þrefaldur meistari í World Touring Car Mick DOOHAN, fimmfaldur mótorhjólameistari (500c) Travis PASTRANA, ellefaldur gullverðlaunahafi í X-Games C riðill: Sebastian VETTEL, heimsmeistari í Formúlu 1 2010 Carl EDWARDS, meistari í 2007 NASCAR Nationwide Series Filipe ALBUQUERQUE, vann ROC Suður Evrópu 2010 Tanner FOUST, vann í rall og rallikrossi X-Games 2010 D riðill: Michael SCHUMACHER, sjöfaldur meistari í Formúlu 1 Alain PROST, fjórfaldur meistari í Formúlu 1 Jason PLATO, tvöfaldur meistari í British Touring Car Alvaro PARENTE, vann ROC South Evrópu 201
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira