Roma galopnaði í kvöld titilbaráttuna á Ítalíu með því að vinna Inter 2-1. Markstangirnar voru ekki vinir Inter í leiknum og þrívegis átti liðið skot í tréverkið.
Daniele De Rossi kom Roma yfir með eina marki fyrri hálfleiks en Diego Milito jafnaði á 67. mínútu. Luca Toni skoraði síðan sigurmarkið sex mínútum síðar.
Inter er á toppi deildarinnar en Roma er aðeins stigi á eftir. AC Milan situr í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Inter, og á leik til góða.
Roma vann Inter og galopnaði titilbaráttuna
Elvar Geir Magnússon skrifar

Mest lesið




Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn



