Lífið

Winona leikur að nýju

Slær aftur í gegn Leikkonan Winona Ryder hefur eftir langa mæðu fengið hlutverk í Hollywood, í kvikmyndinni The Black Swan. 
nordicphotos/getty
Slær aftur í gegn Leikkonan Winona Ryder hefur eftir langa mæðu fengið hlutverk í Hollywood, í kvikmyndinni The Black Swan. nordicphotos/getty

Winona Ryder var ein vinsælasta leikkonan í Hollywood á tíunda áratugnum og lék hún meðal annars í kvikmyndum á borð við Edward Scissorhands, Dracula og Reality Bites.

Lítið hefur sést til leikkonunnar á undanförnum árum eða allt þar til hún tók að sér hlutverk í kvikmyndinni The Black Swan.

„Ég átti góðan sprett frá því ég var táningur og eitthvað fram á þrítugsaldurinn en þá tóku við erfiðari tímar. Þess vegna þótti mér hlutverkið í The Black Swan spennandi, það er út í hött hvað þessar ballerínur verða ungar útbrunnar. Ég er nýorðin 39 ára og mér fannst skrítin tilhugsun að eftir ár verð ég orðin fertug," sagði leikkonan í nýlegu viðtali.

Leikstjóri kvikmyndarinnar, fyrrverandi eiginmaður Rachel Weisz, Darren Aronofsky, sagðist þó enn vera að venjast þeirri tilhugsun að Ryder sé að verða fertug.

„Hún er svo ungleg! Mér fannst gaman að Winona vildi taka hlutverkið að sér, fólk minnist hennar enn þegar hún var ung og á uppleið. Ekki svo ólíkt Natalie Portman núna," sagði hann. En Portman fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×