Fólskulegt brot Francesco Totti, fyrirliða Roma, í bikarleiknum á móti Inter á dögunum hefur engin áhrif á þátttöku hans í lokaumferðum ítölsku deildarinnar þar sem Roma er að berjast um ítalska meistaratiitilinn við Inter.
Francesco Totti var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir ljótt brot á Mario Balotelli en tekur það bara út í bikarleikjum. Totti sparkaði niður Balotelli aftan frá og gerði að því virtist enga tilraun til þess að ná í boltann.
Francesco Totti var maðurinn á bak við 2-1 sigur Roma í næstsíðustu umferð ítölsku deildarinnar um helgina en hann skoraði bæði mörk liðsins á síðustu ellefu mínútunum eftir að Cagliari hafi komist í 1-0.
Roma er tveimur stigum á eftir Inter Milan fyrir lokaumferðina en liðið hefði ekki átt neina möguleika hefði Totti ekki skorað þessu tvö mikilvægu mörk á 79. og 83. mínútu leiksins.

