Foreldrar í skólabyrjun 27. ágúst 2010 07:15 Haustin eru heillandi tími. Skólarnir eru að hefja störf að nýju eftir sólríkt sumar. Eftirvænting ríkir meðal skólabarnanna - augnagotur og umhugsun um hvað veturinn muni bera í skauti sér. Það er ekki laust við að foreldrarnir fái líka fiðring í magann, kannski af gömlum vana. Öll viljum við að börnum okkar líði vel í skólanum og námsárangur þeirra sé góður. Rannsóknir sýna að þátttaka foreldra í skólastarfi er áhrifamesti þátturinn þegar kemur að líðan og árangri nemenda. En hvernig tökum við þátt? Sumum foreldrum finnst námsefnið framandi og treysta sér ekki til að aðstoða barnið við heimanám. Það hefur sýnt sig að það er ekki endilega heimanámið sem slíkt sem hefur mest áhrif á námsárangur heldur áhugi foreldra á námsefninu. Mikilvægt er að vera með jákvæðar væntingar og viðhorf til skólastarfsins. Ef við sýnum námi barnsins áhuga og spjöllum um það erum við á réttri leið. Foreldrar eiga ekki að hika við að hafa samband við umsjónarkennara barns síns ef þeim finnst eitthvað óljóst. Þátttaka í félagsstarfi barnanna er ekki síður mikilvæg. Með því að taka þátt í viðburðum á vegum skólans, foreldrafélags eða bekkjar styrkjum við tengslin við skólann, skólafélaga barnanna okkar og aðra foreldra. Að vera bekkjarfulltrúi eða að taka sæti í stjórn foreldrafélags er skemmtileg upplifun og frábært tækifæri til að kynnast umhverfi barnanna enn betur. Með því að taka þátt í skólastarfi eru foreldrar ekki einungis að fá aukna innsýn í skólastarfið heldur einnig að hafa bein jákvæð áhrif á sín eigin börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Haustin eru heillandi tími. Skólarnir eru að hefja störf að nýju eftir sólríkt sumar. Eftirvænting ríkir meðal skólabarnanna - augnagotur og umhugsun um hvað veturinn muni bera í skauti sér. Það er ekki laust við að foreldrarnir fái líka fiðring í magann, kannski af gömlum vana. Öll viljum við að börnum okkar líði vel í skólanum og námsárangur þeirra sé góður. Rannsóknir sýna að þátttaka foreldra í skólastarfi er áhrifamesti þátturinn þegar kemur að líðan og árangri nemenda. En hvernig tökum við þátt? Sumum foreldrum finnst námsefnið framandi og treysta sér ekki til að aðstoða barnið við heimanám. Það hefur sýnt sig að það er ekki endilega heimanámið sem slíkt sem hefur mest áhrif á námsárangur heldur áhugi foreldra á námsefninu. Mikilvægt er að vera með jákvæðar væntingar og viðhorf til skólastarfsins. Ef við sýnum námi barnsins áhuga og spjöllum um það erum við á réttri leið. Foreldrar eiga ekki að hika við að hafa samband við umsjónarkennara barns síns ef þeim finnst eitthvað óljóst. Þátttaka í félagsstarfi barnanna er ekki síður mikilvæg. Með því að taka þátt í viðburðum á vegum skólans, foreldrafélags eða bekkjar styrkjum við tengslin við skólann, skólafélaga barnanna okkar og aðra foreldra. Að vera bekkjarfulltrúi eða að taka sæti í stjórn foreldrafélags er skemmtileg upplifun og frábært tækifæri til að kynnast umhverfi barnanna enn betur. Með því að taka þátt í skólastarfi eru foreldrar ekki einungis að fá aukna innsýn í skólastarfið heldur einnig að hafa bein jákvæð áhrif á sín eigin börn.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar