Að tjaldabaki Gerður Kristný skrifar 18. janúar 2010 06:00 Á sunnudaginn verða 102 ár liðin frá því þær Katrín Magnússon, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Guðrún Björnsdóttir og Þórunn Jónassen settust í bæjarstjórn Reykjavíkur, fyrstar íslenskra kvenna. Kvenfélögin í Reykjavík höfðu tekið höndum saman og boðið fram sérstakan Kvennalista sem var fyrsta sérframboð kvenna á Íslandi. Hann vann stórsigur í kosningunum því hann kom öllum fulltrúum sínum að. Það þurfti sem sagt samstöðu kvenna til að þær fengju loks völd. Ekki hefur velgengni kvenna í pólitík hér á landi alltaf verið jafnmögnuð. Hlutfall þeirra hefur aukist hægt og bítandi og eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar urðu þær rúmur þriðjungur. Það tók sem sagt heila öld að ná þó þeim árangri. Hrun íslenska efnahagskerfisins sýndi okkur glöggt hvað atkvæði okkar skipta miklu máli. Við sitjum öll í súpunni ef ekki er rétt að málum staðið. Ábyrgðin er því líka kjósandans. Áður en hrunið brast á voru það helst borgarstjórnarmálin hér í Reykjavík sem fengu landsmenn til að grípa andann á lofti. Skiptin voru jafnhröð og í farsa eftir Dario Fo. Ekki gengu búningaskiptin því alltaf vel og óðu margir buxnalausir inn á svið. Nú þegar prófkjör fara fram vegna yfirvofandi sveitarstjórnarkosninga er gott að hafa í huga hvernig fólk við viljum hafa við stjórnvölinn og hverjum við leyfum að fara með sameiginlega fjármuni okkar. Og talandi um ábyrgð. Við ætlumst til þess að íslensk stjórnvöld gefi peninga til þurfandi og gefum líka sjálf þegar við erum aflögufær. Jafnframt ætlumst við til þess að umhverfismálum sé sinnt á okkar fagra landi og flokkum þar af leiðandi mörg hver heimilissorpið. Á Íslandi ríkja líka jafnréttislög en þau mega sín lítils ef hver og einn hefur ekki sína eigin jafnréttisáætlun. Miklar skyldur eru lagðar á okkur kjósendur. Við skulum axla þær með glöðu geði og kjósa af visku í prófkjörunum og síðar í sveitarstjórnarkosningunum. Kjósum fólk sem reynst hefur vel og hefur haft réttlæti sem leiðarljós í starfi sínu. Gleymum því ekki að fólkið á bak við tjöldin er fólkið með völdin. Þegar vel er að gáð voru þessi tjöld eflaust saumuð af fingrafimri konu. Hafi rödd hennar enn ekki heyrst var það örugglega ekki vegna þess að hún hafði ekkert til málanna að leggja, heldur vegna þess að hún var með títuprjóna klemmda á milli varanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Á sunnudaginn verða 102 ár liðin frá því þær Katrín Magnússon, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Guðrún Björnsdóttir og Þórunn Jónassen settust í bæjarstjórn Reykjavíkur, fyrstar íslenskra kvenna. Kvenfélögin í Reykjavík höfðu tekið höndum saman og boðið fram sérstakan Kvennalista sem var fyrsta sérframboð kvenna á Íslandi. Hann vann stórsigur í kosningunum því hann kom öllum fulltrúum sínum að. Það þurfti sem sagt samstöðu kvenna til að þær fengju loks völd. Ekki hefur velgengni kvenna í pólitík hér á landi alltaf verið jafnmögnuð. Hlutfall þeirra hefur aukist hægt og bítandi og eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar urðu þær rúmur þriðjungur. Það tók sem sagt heila öld að ná þó þeim árangri. Hrun íslenska efnahagskerfisins sýndi okkur glöggt hvað atkvæði okkar skipta miklu máli. Við sitjum öll í súpunni ef ekki er rétt að málum staðið. Ábyrgðin er því líka kjósandans. Áður en hrunið brast á voru það helst borgarstjórnarmálin hér í Reykjavík sem fengu landsmenn til að grípa andann á lofti. Skiptin voru jafnhröð og í farsa eftir Dario Fo. Ekki gengu búningaskiptin því alltaf vel og óðu margir buxnalausir inn á svið. Nú þegar prófkjör fara fram vegna yfirvofandi sveitarstjórnarkosninga er gott að hafa í huga hvernig fólk við viljum hafa við stjórnvölinn og hverjum við leyfum að fara með sameiginlega fjármuni okkar. Og talandi um ábyrgð. Við ætlumst til þess að íslensk stjórnvöld gefi peninga til þurfandi og gefum líka sjálf þegar við erum aflögufær. Jafnframt ætlumst við til þess að umhverfismálum sé sinnt á okkar fagra landi og flokkum þar af leiðandi mörg hver heimilissorpið. Á Íslandi ríkja líka jafnréttislög en þau mega sín lítils ef hver og einn hefur ekki sína eigin jafnréttisáætlun. Miklar skyldur eru lagðar á okkur kjósendur. Við skulum axla þær með glöðu geði og kjósa af visku í prófkjörunum og síðar í sveitarstjórnarkosningunum. Kjósum fólk sem reynst hefur vel og hefur haft réttlæti sem leiðarljós í starfi sínu. Gleymum því ekki að fólkið á bak við tjöldin er fólkið með völdin. Þegar vel er að gáð voru þessi tjöld eflaust saumuð af fingrafimri konu. Hafi rödd hennar enn ekki heyrst var það örugglega ekki vegna þess að hún hafði ekkert til málanna að leggja, heldur vegna þess að hún var með títuprjóna klemmda á milli varanna.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun