Lífið

Tiger Woods fær óvænta tilnefningu sem íþróttamaður ársins

Fæstir bjuggust við tilnefningu Tiger Woods.
Fæstir bjuggust við tilnefningu Tiger Woods.

Rapparinn Jay-Z, Drake og Nicki Minaj leiða tilnefningarlista BET-Awards sem eru árleg verðlaun afrískra-amerískra listamanna í Bandaríkjunum. Tilnefningarnar voru kunngjörðar á veitingastað í New York í hádeginu í gær. Þetta er í tíunda skipti sem þessi verðlaunahátíð er haldin en verðlaunin verða afhent þann 26. júní í Los Angeles. Þá var jafnframt tilkynnt að Queen Latifah yrði kynnir hátíðarinnar.

Jay-Z er tilnefndur til þrennra verðlauna fyrir samstarf sitt og Aliciu Keys í laginu Empire State of Mind. Þar að auki er hann tilnefndur sem besti hiphop-listamaðurinn og fyrir lagið sitt Run This Town sem er einnig tilnefnt í flokknum „myndband ársins". Unnusta Jay-Z er að sjálfsögðu einnig tilnefnd, að þessu sinni fyrir lagið Video phone sem hún gerði ásamt furðufuglinum Lady Gaga. Þær eru einnig tilnefndar sem samstarfmenn ársins.

Það sem rændi þó senunni af þessum ofurstjörnum í bandarískum tónlistariðnaði var sú ákvörðun að tilnefna Tiger Woods sem íþróttamann ársins. Tiger hefur aldrei áður verið í þessum hópi og keppir við ekki ómerkari menn en Usian Bolt, Kobe Bryant og Lebron James.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×