Reikningurinn falinn í gjaldþrota bönkum 9. nóvember 2010 06:00 Biðröð eftir nauðsynjum Þótt erlendir lánardrottnar taki á sig fjárhagslegt tjón hrunsins verða Íslendingar að glíma við afleiðingar þess fyrir raunhagkerfið, segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor í Vísbendingu. Fréttablaðið/GVA Erlendir aðilar bera allan fjárhagslegan kostnað af hruninu og borga einnig hallann á viðskiptum Íslands við útlönd á síðustu árum. Þetta segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor að hafi gleymst í þeirri miklu ólgu sem verið hafi hér á landi frá því að bankarnir fóru á hliðina í október 2008. Í nýlegri grein í efnahagsritsinu Vísbendingu ber Gylfi saman skuldastöðu þjóðarinnar erlendis í „upphafi ævintýrisins" árið 2003 og svo árið 2010. „Niðurstaða þessa yfirlits er sú að skuldastaða Íslands erlendis sé furðulega góð þegar tillit er tekið til erlendra eigna þjóðarbúsins, þótt miklar brúttóskuldir feli vissulega í sér hættu," segir hann í greininni. Gylfi segir hreinar skuldir á öðrum ársfjórðungi þessa árs geta verið minni á öðrum ársfjórðungi þessa árs en þær voru á öðrum ársfjórðungi 2003, jákvæð eignastaða um 2,6 prósent, í stað neikvæðrar um 68 prósent af vergri landsframleiðslu. „Ef hrein skuldastaða gagnvart útlöndum hefur ekki breyst eða mögulega batnað á tímabilinu er niðurstaðan sú, að erlendir lánardrottnar hafi greitt fyrir viðskiptahallann og hann sé hluti af því tjóni sem erlendir lánardrottnar hafi orðið fyrir hér á landi," segir Gylfi og bendir á að eftir standi bílafloti, byggingar og borgarhverfi, en reikningurinn sé falinn í gjaldþrota bönkum. Gylfi Zoëga Gylfi slær engu að síður þann varnagla að tveir stóru viðskiptabankanna séu nú í eigu erlendra aðila. „Einnig hefur landið glatað lánstrausti sínu og óvíst hvert skuldaóþol (e. debt intolerance) erlendra lánardrottna gagnvart Íslandi verður í framtíðinni." Um leið bendir Gylfi á að þótt landið virðist sleppa vel þegar litið sé á stöðu þess gagnvart útlöndum, þá eigi ekki hið sama við um ýmsa þjóðfélagshópa. Íslendingar verði eftir sem áður fyrir þeim skakkaföllum sem fylgi hruni bóluhagkerfis, atvinnuleysi, skerðingu kaupmáttar og samdráttar framleiðslu. Meginverkefni stjórnvalda segir Gylfi nú hljóta að vera að sannfæra erlenda fjárfesta og banka um að greiðslufall íslenskra banka og fyrirtækja árin 2008 og 2009 sé undantekning frá reglunni. „Markmiðið hlýtur að vera að tryggja íslenskum fyrirtækjum aðgang að erlendu fjármagni á sem lægstum vöxtum og gera landið eftirsóknarvert fyrir erlenda fjárfesta. Einungis með þeim hætti er unnt að rjúfa einangrun landsins, vinna bug á gjaldeyriskreppunni og bæta lífskjör." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Erlendir aðilar bera allan fjárhagslegan kostnað af hruninu og borga einnig hallann á viðskiptum Íslands við útlönd á síðustu árum. Þetta segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor að hafi gleymst í þeirri miklu ólgu sem verið hafi hér á landi frá því að bankarnir fóru á hliðina í október 2008. Í nýlegri grein í efnahagsritsinu Vísbendingu ber Gylfi saman skuldastöðu þjóðarinnar erlendis í „upphafi ævintýrisins" árið 2003 og svo árið 2010. „Niðurstaða þessa yfirlits er sú að skuldastaða Íslands erlendis sé furðulega góð þegar tillit er tekið til erlendra eigna þjóðarbúsins, þótt miklar brúttóskuldir feli vissulega í sér hættu," segir hann í greininni. Gylfi segir hreinar skuldir á öðrum ársfjórðungi þessa árs geta verið minni á öðrum ársfjórðungi þessa árs en þær voru á öðrum ársfjórðungi 2003, jákvæð eignastaða um 2,6 prósent, í stað neikvæðrar um 68 prósent af vergri landsframleiðslu. „Ef hrein skuldastaða gagnvart útlöndum hefur ekki breyst eða mögulega batnað á tímabilinu er niðurstaðan sú, að erlendir lánardrottnar hafi greitt fyrir viðskiptahallann og hann sé hluti af því tjóni sem erlendir lánardrottnar hafi orðið fyrir hér á landi," segir Gylfi og bendir á að eftir standi bílafloti, byggingar og borgarhverfi, en reikningurinn sé falinn í gjaldþrota bönkum. Gylfi Zoëga Gylfi slær engu að síður þann varnagla að tveir stóru viðskiptabankanna séu nú í eigu erlendra aðila. „Einnig hefur landið glatað lánstrausti sínu og óvíst hvert skuldaóþol (e. debt intolerance) erlendra lánardrottna gagnvart Íslandi verður í framtíðinni." Um leið bendir Gylfi á að þótt landið virðist sleppa vel þegar litið sé á stöðu þess gagnvart útlöndum, þá eigi ekki hið sama við um ýmsa þjóðfélagshópa. Íslendingar verði eftir sem áður fyrir þeim skakkaföllum sem fylgi hruni bóluhagkerfis, atvinnuleysi, skerðingu kaupmáttar og samdráttar framleiðslu. Meginverkefni stjórnvalda segir Gylfi nú hljóta að vera að sannfæra erlenda fjárfesta og banka um að greiðslufall íslenskra banka og fyrirtækja árin 2008 og 2009 sé undantekning frá reglunni. „Markmiðið hlýtur að vera að tryggja íslenskum fyrirtækjum aðgang að erlendu fjármagni á sem lægstum vöxtum og gera landið eftirsóknarvert fyrir erlenda fjárfesta. Einungis með þeim hætti er unnt að rjúfa einangrun landsins, vinna bug á gjaldeyriskreppunni og bæta lífskjör." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira