Keypti verðlaust bréf af Saga á yfir milljarð 17. nóvember 2010 06:00 Heimildarmaður Fréttablaðsins segir viðskipti gjaldeyrissjóðsins GLP FX langskýrasta dæmið um lögbrot af þeim sem eru til rannsóknar.Fréttablaðið/heiða Gjaldeyrissjóður Glitnis keypti verðlausa skuld af Saga Capital á yfir milljarð eftir hrun. Talið var að kaupsamningurinn hefði verið falsaður til að láta líta út fyrir að hann hafi verið gerður fyrir hrun en það reyndist ekki rétt. Forstjóri Saga segist ekki í rannsókn. Gjaldeyrissjóður á vegum Glitnis, GLP FX, keypti rétt eftir bankahrun verðlaust skuldabréf af Saga Capital fjárfestingarbanka á meira en milljarð króna. Fjárfestar sem áttu fé í sjóðnum töpuðu jafnvirði kaupanna enda voru engin verðmæti á bak við þau. Talið er að skjöl vegna samningsins hafi verið fölsuð. Þetta er meðal þess sem varð tilefni húsleita Sérstaks saksóknara í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er eina málið af þeim fimm sem nefnd eru í tilkynningu Sérstaks saksóknara frá því í gær sem ekki hefur verið fjallað um opinberlega fyrr. Öll hin hafa verið nefnd í stefnum og málsskjölum slitastjórnar Glitnis á hendur Glitnismönnum hér heima og í New York. Skuldabréfið var til komið vegna láns frá Saga Capital til Stíms hf. fyrir kaupum á hlut í Glitni. Samkvæmt samningi sem liggur fyrir um kaupin á skuldabréfinu var hann gerður 18. ágúst 2008, en var framvirkur til 19. nóvember 2008. Engin gögn hafa hins vegar fundist um gerð samningsins í ágúst 2008 og því töldu rannsakendur að hann hefði verið falsaður; í raun hefði hann ekki verið gerður fyrr en í nóvember, ríflega mánuði eftir að Glitnir féll og skuldabréfið varð verðlaust. Sérstökum saksóknara var tilkynnt um þessar grunsemdir. Hann hefur hins vegar ekki rannsakað málið, enda sýna tölvupóstsamskipti Fjármálaeftirlitsins við Saga Capital að grunsemdirnar séu ekki á rökum reistar. Fleira kemur til. Jafnvel þótt samningurinn reynist ósvikinn telja menn að aldrei hefði átt að kaupa skuldabréfið á fullu verði með vöxtum eins og gert var, enda hafði virði hlutabréfa í Glitni hríðfallið frá því að Saga Capital veitti Stím lánið síðsumars 2007 og fram til 18. ágúst 2008 og því hefði Stím aldrei getað greitt skuldina. Á þessum tíma hafði virði bréfanna í Glitni meira að segja verið fært nálægt núlli í bókum Stíms. Þar fyrir utan var sjóðurinn gjaldeyrissjóður og mátti reglum samkvæmt ekki fjárfesta í skuldabréfum. Það eitt er talið varða við lagaákvæði um umboðssvik. Heimildarmaður Fréttablaðsins, sem þekkir vel til málsins, segir að þetta sé langskýrasta dæmið um lögbrot af þeim fimm atriðum sem til rannsóknar eru varðandi Glitni.Ekki liggur fyrir hvers vegna Glitnismenn kusu að greiða með þessum hætti skuld Stíms við Saga Capital. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga, þvertekur hins vegar fyrir það að rannsóknin beinist að sér eða fyrirtæki sínu.„Ég náttúrlega get ekki svarað fyrir gjaldeyrissjóðinn GLP FX en við seldum skuldabréf fyrir milligöngu Glitnis og það er í tengslum við það sem við erum að hjálpa til."Spurður hvernig standi á því að Glitnir hafi keypt svo gott sem verðlaust skuldabréf fullu verði svarar Þorvaldur Lúðvík: „Lá það fyrir á þeim tíma? Þeir leggja auðvitað sitt mat á það." Stím málið Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Gjaldeyrissjóður Glitnis keypti verðlausa skuld af Saga Capital á yfir milljarð eftir hrun. Talið var að kaupsamningurinn hefði verið falsaður til að láta líta út fyrir að hann hafi verið gerður fyrir hrun en það reyndist ekki rétt. Forstjóri Saga segist ekki í rannsókn. Gjaldeyrissjóður á vegum Glitnis, GLP FX, keypti rétt eftir bankahrun verðlaust skuldabréf af Saga Capital fjárfestingarbanka á meira en milljarð króna. Fjárfestar sem áttu fé í sjóðnum töpuðu jafnvirði kaupanna enda voru engin verðmæti á bak við þau. Talið er að skjöl vegna samningsins hafi verið fölsuð. Þetta er meðal þess sem varð tilefni húsleita Sérstaks saksóknara í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er eina málið af þeim fimm sem nefnd eru í tilkynningu Sérstaks saksóknara frá því í gær sem ekki hefur verið fjallað um opinberlega fyrr. Öll hin hafa verið nefnd í stefnum og málsskjölum slitastjórnar Glitnis á hendur Glitnismönnum hér heima og í New York. Skuldabréfið var til komið vegna láns frá Saga Capital til Stíms hf. fyrir kaupum á hlut í Glitni. Samkvæmt samningi sem liggur fyrir um kaupin á skuldabréfinu var hann gerður 18. ágúst 2008, en var framvirkur til 19. nóvember 2008. Engin gögn hafa hins vegar fundist um gerð samningsins í ágúst 2008 og því töldu rannsakendur að hann hefði verið falsaður; í raun hefði hann ekki verið gerður fyrr en í nóvember, ríflega mánuði eftir að Glitnir féll og skuldabréfið varð verðlaust. Sérstökum saksóknara var tilkynnt um þessar grunsemdir. Hann hefur hins vegar ekki rannsakað málið, enda sýna tölvupóstsamskipti Fjármálaeftirlitsins við Saga Capital að grunsemdirnar séu ekki á rökum reistar. Fleira kemur til. Jafnvel þótt samningurinn reynist ósvikinn telja menn að aldrei hefði átt að kaupa skuldabréfið á fullu verði með vöxtum eins og gert var, enda hafði virði hlutabréfa í Glitni hríðfallið frá því að Saga Capital veitti Stím lánið síðsumars 2007 og fram til 18. ágúst 2008 og því hefði Stím aldrei getað greitt skuldina. Á þessum tíma hafði virði bréfanna í Glitni meira að segja verið fært nálægt núlli í bókum Stíms. Þar fyrir utan var sjóðurinn gjaldeyrissjóður og mátti reglum samkvæmt ekki fjárfesta í skuldabréfum. Það eitt er talið varða við lagaákvæði um umboðssvik. Heimildarmaður Fréttablaðsins, sem þekkir vel til málsins, segir að þetta sé langskýrasta dæmið um lögbrot af þeim fimm atriðum sem til rannsóknar eru varðandi Glitni.Ekki liggur fyrir hvers vegna Glitnismenn kusu að greiða með þessum hætti skuld Stíms við Saga Capital. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga, þvertekur hins vegar fyrir það að rannsóknin beinist að sér eða fyrirtæki sínu.„Ég náttúrlega get ekki svarað fyrir gjaldeyrissjóðinn GLP FX en við seldum skuldabréf fyrir milligöngu Glitnis og það er í tengslum við það sem við erum að hjálpa til."Spurður hvernig standi á því að Glitnir hafi keypt svo gott sem verðlaust skuldabréf fullu verði svarar Þorvaldur Lúðvík: „Lá það fyrir á þeim tíma? Þeir leggja auðvitað sitt mat á það."
Stím málið Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira