Ríkissaksóknari hefur ákært konu á fimmtugsaldri fyrir brot gegn valdstjórninni.
Konunni er gefið að sök að hafa hótað lögreglukonu lífláti fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í nóvember í fyrra. Jafnframt að hafa hrækt framan í hana.
Þá er konunni gefið að sök að hafa sparkað í vinstri fót og maga kvenkyns fangavarðar og jafnframt slegið hana í andlitið með brjóstahaldara.
Loks sparkaði konan í sköflung lögreglumanns á staðnum, að því er greinir í ákæru. - jss