Meðfylgjandi myndir voru teknar á Broadway í gærkvöldi þegar Fanney Ingvarsdóttir, 19 ára Garðbæingur, var valin Fegurðardrottning Íslands.
Í öðru sæti varð Íris Thelma Jónsdóttir og Íris Björk Jóhannsdóttir hafnaði í þriðja sæti.
Við kíktum á svæðið og smelltum af myndum af verðlaunaafhendingunni.

Einnig tókum við rúnt í salnum þar sem fjöldinn allur af glæsilegum gestum var samankominn til að fylgjast með keppninni.
Gestir snæddu dýrindis máltíð á meðan þeir fylgdust með stúlkunum koma fram á tískusýningu, í baðfötum og í síðkjólum.
Myndband má skoða hér.