Hvert Evrópuskref eykur atvinnu Össur Skarphéðinsson skrifar 5. nóvember 2010 06:00 Aðild smáríkja eins og Íslands að Evrópusambandinu virðist leiða til verulegrar aukningar á erlendum fjárfestingum hjá þeim. Þegar umsvif fyrirtækja í þeim eru skoðuð kemur líka í ljós að fjárfestingar þeirra margfölduðust í öðrum ríkjum á fjórum fyrstu árunum eftir aðild, mest í löndum Evrópusambandsins. Þannig virðist full þátttaka í samstarfi Evrópuþjóðanna á sviði efnahags- og viðskiptamála skapa fyrirtækjum nýtt svigrúm til að vaxa og fjölga störfum. Þetta kemur í ljós þegar menn skoða opinberar tölur um fjárfestingar sem tengjast fimm smáríkjum sem gengu í Evrópusambandið árið 2004. Jákvæð EvrópuskrefStaðreyndin er sú, að í hvert skipti sem Ísland hefur stigið skref í átt að nánari samruna við Evrópu, þá hafa erlendar fjárfestingar stóraukist á Íslandi. Um leið hafa orðið til ný störf. Það gerðist með aðildinni að EFTA á sínum tíma. Það gerðist aftur þegar við urðum hluti af EES-samningnum. Það mun endurtaka sig enn einu sinni þegar við göngum í Evrópusambandið. Það getum við lært af reynslu Maltverja, Kýpverja, Slóvena, Slóvaka og Eistlendinga. Hugsanlega gerist það einnig, þegar kemur að því að Íslendingar taka upp evruna. Þvert á það sem haldið er fram af Heimssýn og þeim „innmúruðu og innvígðu" á Evrópuvaktin.is (sem formaður utanríkismálanefndar kallar „hægriöfgamennina") þá er sú aukning sem varð í erlendum fjárfestingum hér á landi í kjölfar EES-samningsins rök með því - en ekki gegn - að hvert skref til nánari samvinnu við Evrópu eykur traustið á Íslandi. Það leiðir til meiri fjárfestinga hér á landi. Það eykur svigrúm fyrirtækja til að vaxa og það skapar ný störf. Þurfum við ekki á nýjum störfum að halda? Jú, - svo sannarlega. Mýsnar sem ég vil veiðaÍsland skortir störf. Þurfum við að vera hrædd við erlendar fjárfestingar? Síður en svo. En óttinn við útlönd og erlendar fjárfestingar virðist því miður vera aflvakinn á bak við andstöðu margra við Evrópusambandið. Ég hallast hins vegar að gömlu mottói kínverska leiðtogans Deng Xiaoping, sem var arkitektinn að kínverska efnahagsundrinu. En hann sagði gjarnan: Mér er sama hvernig kötturinn er á litinn, bara ef hann veiðir mýs. Þær mýs, sem ég vil veiða með erlendum fjárfestingum, eru ný störf á Íslandi. Við núverandi aðstæður, þar sem liggur fyrir að við þurfum að skapa 30-35 þúsund ný störf á næstu tíu árum til að útrýma atvinnuleysi, þá höfum við einfaldlega ekki efni á að kasta Evrópuleiðinni óskoðaðri. Hún mun hugsanlega leiða til þess að erlendar fjárfestingar á Íslandi stóraukist, og skapi vel launuð, ný störf í samræmi við það. Aðild getur því falið í sér, ef rétt er spilað, ný tækifæri fyrir börnin okkar, sem eru að vaxa úr grasi og koma út á erfiðan vinnumarkað, þar sem eftirspurn eftir vinnuafli þeirra er því miður minni en framboð. Atvinnuleysið ógnar fjölda fjölskyldna á Íslandi. Það ógnar hamingju landsmanna. Það ógnar samfélagsmynstrinu. Um leið ógnar það framtíð Íslands. Ég vil ekki missa blóma kynslóðanna til útlanda, því það rýrir í senn mannauðinn heima, og dregur úr samkeppnisfærni okkar sem þjóðar. Ég vil ekki að Ísland verði annars flokks þjóð. Evrópuleiðin skapar störf. Hún er aðferð til að halda unga fólkinu á Íslandi. Það viljum við öll - ekki satt? Hver er valkostur Heimssýnar?Það er fullkomlega lögmæt afstaða að hafna Evrópuleiðinni. Menn verða þá að gera það á grundvelli raka. Við, sem fylgjum Evrópuleiðinni, eigum þá kröfu á hina, sem hafna henni, að þeir sýni fram á betri leið út úr vandræðum Íslands. Þeir verða að sýna að þeir hafi betri aðferðir til að útrýma atvinnuleysi á Íslandi. Hver er valkostur Heimssýnar? Það hefur enginn maður heyrt af honum. Hann er ekki til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Aðild smáríkja eins og Íslands að Evrópusambandinu virðist leiða til verulegrar aukningar á erlendum fjárfestingum hjá þeim. Þegar umsvif fyrirtækja í þeim eru skoðuð kemur líka í ljós að fjárfestingar þeirra margfölduðust í öðrum ríkjum á fjórum fyrstu árunum eftir aðild, mest í löndum Evrópusambandsins. Þannig virðist full þátttaka í samstarfi Evrópuþjóðanna á sviði efnahags- og viðskiptamála skapa fyrirtækjum nýtt svigrúm til að vaxa og fjölga störfum. Þetta kemur í ljós þegar menn skoða opinberar tölur um fjárfestingar sem tengjast fimm smáríkjum sem gengu í Evrópusambandið árið 2004. Jákvæð EvrópuskrefStaðreyndin er sú, að í hvert skipti sem Ísland hefur stigið skref í átt að nánari samruna við Evrópu, þá hafa erlendar fjárfestingar stóraukist á Íslandi. Um leið hafa orðið til ný störf. Það gerðist með aðildinni að EFTA á sínum tíma. Það gerðist aftur þegar við urðum hluti af EES-samningnum. Það mun endurtaka sig enn einu sinni þegar við göngum í Evrópusambandið. Það getum við lært af reynslu Maltverja, Kýpverja, Slóvena, Slóvaka og Eistlendinga. Hugsanlega gerist það einnig, þegar kemur að því að Íslendingar taka upp evruna. Þvert á það sem haldið er fram af Heimssýn og þeim „innmúruðu og innvígðu" á Evrópuvaktin.is (sem formaður utanríkismálanefndar kallar „hægriöfgamennina") þá er sú aukning sem varð í erlendum fjárfestingum hér á landi í kjölfar EES-samningsins rök með því - en ekki gegn - að hvert skref til nánari samvinnu við Evrópu eykur traustið á Íslandi. Það leiðir til meiri fjárfestinga hér á landi. Það eykur svigrúm fyrirtækja til að vaxa og það skapar ný störf. Þurfum við ekki á nýjum störfum að halda? Jú, - svo sannarlega. Mýsnar sem ég vil veiðaÍsland skortir störf. Þurfum við að vera hrædd við erlendar fjárfestingar? Síður en svo. En óttinn við útlönd og erlendar fjárfestingar virðist því miður vera aflvakinn á bak við andstöðu margra við Evrópusambandið. Ég hallast hins vegar að gömlu mottói kínverska leiðtogans Deng Xiaoping, sem var arkitektinn að kínverska efnahagsundrinu. En hann sagði gjarnan: Mér er sama hvernig kötturinn er á litinn, bara ef hann veiðir mýs. Þær mýs, sem ég vil veiða með erlendum fjárfestingum, eru ný störf á Íslandi. Við núverandi aðstæður, þar sem liggur fyrir að við þurfum að skapa 30-35 þúsund ný störf á næstu tíu árum til að útrýma atvinnuleysi, þá höfum við einfaldlega ekki efni á að kasta Evrópuleiðinni óskoðaðri. Hún mun hugsanlega leiða til þess að erlendar fjárfestingar á Íslandi stóraukist, og skapi vel launuð, ný störf í samræmi við það. Aðild getur því falið í sér, ef rétt er spilað, ný tækifæri fyrir börnin okkar, sem eru að vaxa úr grasi og koma út á erfiðan vinnumarkað, þar sem eftirspurn eftir vinnuafli þeirra er því miður minni en framboð. Atvinnuleysið ógnar fjölda fjölskyldna á Íslandi. Það ógnar hamingju landsmanna. Það ógnar samfélagsmynstrinu. Um leið ógnar það framtíð Íslands. Ég vil ekki missa blóma kynslóðanna til útlanda, því það rýrir í senn mannauðinn heima, og dregur úr samkeppnisfærni okkar sem þjóðar. Ég vil ekki að Ísland verði annars flokks þjóð. Evrópuleiðin skapar störf. Hún er aðferð til að halda unga fólkinu á Íslandi. Það viljum við öll - ekki satt? Hver er valkostur Heimssýnar?Það er fullkomlega lögmæt afstaða að hafna Evrópuleiðinni. Menn verða þá að gera það á grundvelli raka. Við, sem fylgjum Evrópuleiðinni, eigum þá kröfu á hina, sem hafna henni, að þeir sýni fram á betri leið út úr vandræðum Íslands. Þeir verða að sýna að þeir hafi betri aðferðir til að útrýma atvinnuleysi á Íslandi. Hver er valkostur Heimssýnar? Það hefur enginn maður heyrt af honum. Hann er ekki til.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun