Lífið

Fær 180 milljónir fyrir 90 mínútna uppistand

Grínistinn Jerry Seinfeld fær um 180 milljónir króna fyrir eina uppistandssýningu í O2-höllinni í Lundúnum á næsta ári. Dýrustu miðarnir kosta um tuttugu þúsund krónur.

Seinfeld, sem er þekktastur fyrir samnefnda gamanþætti, fær upphæðina í vasann fyrir að segja brandara í níutíu mínútur. Þetta verður fyrsta uppistand hans í Lundúnum í tólf ár.

„O2 er frekar stór staður. Ég hef heyrt góða hluti um hann frá góðvinum mínum Chris Rock og Ricky Gervais og hinum náunganum, þessum hávaxna og horaða, já, Russell Brand. Ég hef samt meira gaman af gömlum leikhúsum því áhorfendurnir eru meira eins og fastir í gildru," sagði Seinfeld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×