Alonso varfærinn þrátt fyrir besta tíma 25. júní 2010 18:55 Fernando Alonso er á heimavelli á Valencia brautinni á Spáni. Mynd: Getty Images Heimamaðurinn Fernando Alonso var glaður með besta tíma dagsins á æfingum keppnisliða á Valence á Spáni í dag. Ferrari mætti með nýtt útblásturskerfi sem blæs heitu lofti yfir loftdreifinn aftan á bílnum og eykur þar með niðurtog. Búnaðurinn virtist virka vel. "Það er erfitt að vita hvort bíllinn er betri en í Kanada og við verðum að sjá á laugardag hvort við erum samkeppnishæfir eður ei. Stundum höfum við verið fljótir á föstudögum. Við vorum fljótastir i fyrra á fyrstu æfingu og svo í áttunda sæti á ráslínu. Sjáum hvað gerist á morgun", sagði Alonso. Greinilega með vaðið fyrir neðan sig fyrir framan landa sína og fréttamenn í dag, en spjall við hann birtist á autosport.com. "Bíllinn var góður í dag, en hann var það líka í Kanada. Það er erfitt að meta smáatriðin í bílnum á ólíkum brautum. Ég tel að það sé möguleik á góðum árangri í tímatökum. Það verður ekkert auðvelt, Red Bull og McLaren eru sterk lið. Það eru allir með nýja hluti og spurning hver stendur sig best", sagði Alonso. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 19:30. Þriðja æfing er sýnd beint kl. 08.55 a laugardag og tímatakan í opinni dagskrá kl. 11.45. Kappaksturinn er á sunnudag kl. 11.3o í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimamaðurinn Fernando Alonso var glaður með besta tíma dagsins á æfingum keppnisliða á Valence á Spáni í dag. Ferrari mætti með nýtt útblásturskerfi sem blæs heitu lofti yfir loftdreifinn aftan á bílnum og eykur þar með niðurtog. Búnaðurinn virtist virka vel. "Það er erfitt að vita hvort bíllinn er betri en í Kanada og við verðum að sjá á laugardag hvort við erum samkeppnishæfir eður ei. Stundum höfum við verið fljótir á föstudögum. Við vorum fljótastir i fyrra á fyrstu æfingu og svo í áttunda sæti á ráslínu. Sjáum hvað gerist á morgun", sagði Alonso. Greinilega með vaðið fyrir neðan sig fyrir framan landa sína og fréttamenn í dag, en spjall við hann birtist á autosport.com. "Bíllinn var góður í dag, en hann var það líka í Kanada. Það er erfitt að meta smáatriðin í bílnum á ólíkum brautum. Ég tel að það sé möguleik á góðum árangri í tímatökum. Það verður ekkert auðvelt, Red Bull og McLaren eru sterk lið. Það eru allir með nýja hluti og spurning hver stendur sig best", sagði Alonso. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 19:30. Þriðja æfing er sýnd beint kl. 08.55 a laugardag og tímatakan í opinni dagskrá kl. 11.45. Kappaksturinn er á sunnudag kl. 11.3o í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira