Sérstökum saksóknara verður falið að rannsaka alla stjórnarmenn og framkvæmdastjóra bankanna. Enn fremur á hann að rannsaka fall krónunnar, en þar er grunur um markaðsmisnotkun, og margt fleira.
Uppgjör fer fram á mörgum vígstöðvum, sagði Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefdnarinnar á blaðamannafundi. Hann nefndi sérstakan saksóknara, Alþingi og skilanefndir. Enn fremur sagði hann nauðsynlegt að taka stjórnarskrá Íslands til endurskoðunar og fjölmörg lög, einnig Seðlabanka og Fjármálaeftirlit.
Nefndin hefði í gær átt fund með sérstökum saksóknara - þar hefði verið tilkynnt hvað krefðist sakamálarannsóknar að mati nefndarinnar. Í skýrslunni eru nefnd stjórnir og framkvæmdastjórar fjármálafyrirtækja. Rannsakað verði hvort stjórn og framkvæmdastjórar þeirra fjármálafyrirtækja, sem féllu haustið 2008 og í upphafi árs 2009, hafi brotið starfsskyldur sínar við stjórnun og eftirlit þannig að refsingu varði.
Þá eru tiltekin ástarbréfaviðskiptin í gegnum Icebank. Viðskipti bankanna með gjaldeyri í aðdraganda hrunsins, en þar er grunur um markaðsmisnotkun. Þá kynnu endurskoðendur að hafa framið refsiverð brot.
Hér má sem dæmi nefna segir nefndin að rekstrarkostnaður útibús Kaupþings í Lundúnum, virðist aðallega hafa verið starfrækt utan um stjórnarformanninn, Sigurð Einarsson, en hvorki hafa verið undir eftirliti innri eða ytri endurskoðenda Kaupþings banka hf.
Þá kemur fram í þessu kafla skýrslunnar að fjölmargir innherjar hafi tekið fé út úr penignamarkaðssjóðum fyrir hrun. Þetta eigi sérstakur saksóknari allt að rannsaka.