Þeir Íslendingar sem búa erlendis og vilja sjá leik Íslands og Liechtenstein í kvöld geta séð leikinn í gegnum Sporttv.is.
SportTV hefur náð samkomulagi við Sport Five og Stöð 2 Sport um að streyma útsendingu stöðvarinnar sem hefst klukkan 19.30.
Það er þó ekki alveg frítt því greiða þarf 1.000 krónur til þess að sjá leikinn.
Fólk á Íslandi mun aftur á móti ekki geta séð leikinn á Sporttv.is en hann er aftur á móti í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þá verður Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins einnig með lýsingu frá leiknum.