Fótbolti

Ferguson: Svipuð meiðsli og hjá Alan Smith

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wes Brown hugar að Valencia í kvöld.
Wes Brown hugar að Valencia í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að meiðsli Antonio Valencia í kvöld svipi til meiðsla Alan Smith á sínum tíma.

Valencia flæktist með fótinn í grastorfu á Old Trafford í leik United og Rangers í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ferguson sagði að Valencia sé ökklabrotinn og hafi farið auk þess úr lið.

„Þetta var slæmt brot hjá stráknum. Meiðslin eru svipuð og hjá Alan Smith og því er líklegt að hann verði frá út tímabilið," sagði Ferguson eftir leikinn í kvöld.

„Hann fer í aðgerð í fyrramálið," bætti hann við. „Þetta virtist ekki alvarlegt en þegar ég sá leikmann Rangers kalla á aðstoð vissi ég að þetta væri alvarlegt."

Alan Smith var á mála hjá United þegar hann meiddist illa í bikarleik gegn Liverpool í febrúar 2006. Í dag leikur hann með Newcastle en hann hefur aldrei þótt hafa náð fyrri styrk sem knattspyrnumaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×