Ný listamessa í miðborginni í júlí 28. apríl 2010 06:30 Kristín Dagmar tekur á móti listafólki frá tólf galleríum í júlí. Fréttablaðið/Stefán „Þetta er verkefni sem fyrst var haldið í Póllandi árið 2006. Þá var galleríum víða um heim boðið að koma og taka þátt í hátíðinni sem fram fór í yfirgefninni villu í borginni Varsjá. Í ár var ákveðið að verkefnið færi fram hér á landi og munu alls tólf gallerí taka þátt auk Kling og Bang og i8 gallerí sem eru starfandi hér í Reykjavík," segir Kristín Dagmar Jóhannesdóttir verkefnastjóri. Villa Reykjavík fer fram í Reykjavík dagana 9. júlí til 31. júlí. Þar munu listagallerí víðs vegar að taka þátt og mynda hálfgert listaþorp í borginni miðri. Að sögn Kristínar Dagmarar eru þau gallerí sem boðað hafa komu sína hingað til lands í sumar mjög skapandi og spennandi og munu þau standa fyrir ýmsum skemmtilegum listviðburðum ásamt sínum listamönnum. „Hver og einn byrjar á því að skipuleggja sitt verkefni í sínu heimalandi, svo koma þau hingað í sumar og setja upp listsýningar auk annarra viðburða líkt og tónleika, gjörninga og kvikmyndasýningar. Íslenska umgjörðin verður svo alfarið í höndum Gallerí Kling og Bang og munu þeir sjá um að setja upp sýningar íslensku listamannanna. Hugmyndin er að hafa afmarkað svæði hér í borginni þar sem hvert gallerí fær svolítið rými fyrir sig. Við erum að skoða auð húsnæði víða um bæinn en nákvæm staðsetning og heildardagsskrá verður tilkynnt síðar." Kristín Dagmar segir verkefnið geta haft góð áhrif á íslenskt listalíf auk þess sem það eflir tengsl á milli íslenskra og erlendra listamanna. „Það er frábært að fá þessi gallerí hingað, bæði fyrir borgarbúa og svo auðvitað íslenskt listalíf. Þetta er kjörið tækifæri fyrir listafólk til að sýna sig og sjá aðra," segir Kristín Dagmar að lokum. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðu hátíðarinnar villareykjavik.com. - sm Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rut Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Sjá meira
„Þetta er verkefni sem fyrst var haldið í Póllandi árið 2006. Þá var galleríum víða um heim boðið að koma og taka þátt í hátíðinni sem fram fór í yfirgefninni villu í borginni Varsjá. Í ár var ákveðið að verkefnið færi fram hér á landi og munu alls tólf gallerí taka þátt auk Kling og Bang og i8 gallerí sem eru starfandi hér í Reykjavík," segir Kristín Dagmar Jóhannesdóttir verkefnastjóri. Villa Reykjavík fer fram í Reykjavík dagana 9. júlí til 31. júlí. Þar munu listagallerí víðs vegar að taka þátt og mynda hálfgert listaþorp í borginni miðri. Að sögn Kristínar Dagmarar eru þau gallerí sem boðað hafa komu sína hingað til lands í sumar mjög skapandi og spennandi og munu þau standa fyrir ýmsum skemmtilegum listviðburðum ásamt sínum listamönnum. „Hver og einn byrjar á því að skipuleggja sitt verkefni í sínu heimalandi, svo koma þau hingað í sumar og setja upp listsýningar auk annarra viðburða líkt og tónleika, gjörninga og kvikmyndasýningar. Íslenska umgjörðin verður svo alfarið í höndum Gallerí Kling og Bang og munu þeir sjá um að setja upp sýningar íslensku listamannanna. Hugmyndin er að hafa afmarkað svæði hér í borginni þar sem hvert gallerí fær svolítið rými fyrir sig. Við erum að skoða auð húsnæði víða um bæinn en nákvæm staðsetning og heildardagsskrá verður tilkynnt síðar." Kristín Dagmar segir verkefnið geta haft góð áhrif á íslenskt listalíf auk þess sem það eflir tengsl á milli íslenskra og erlendra listamanna. „Það er frábært að fá þessi gallerí hingað, bæði fyrir borgarbúa og svo auðvitað íslenskt listalíf. Þetta er kjörið tækifæri fyrir listafólk til að sýna sig og sjá aðra," segir Kristín Dagmar að lokum. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðu hátíðarinnar villareykjavik.com. - sm
Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rut Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Sjá meira