Rök Bjarna Benediktssonar 29. september 2010 06:00 Í Fréttablaðinu 25. septem-ber eru þau ummæli höfð úr grein Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu frá deginum áður að verði ráðherrar fyrri stjórnar sóttir til sakar fyrir landsdómi á grunni mats, mætti allt eins sækja núverandi ráðherra til sakar á sams konar grunni. Vafalítið hefur Bjarni þarna rétt að mæla þótt það séu ef til vill ekki lög sem hann mælir. Líklegt að hann hafi þarna fundið kjarna þess sem nú er um að tefla fyrir þingi. Þessi kjarni er það að skoða hvort við búum við stjórn og stjórnarfar sem dygðu til að gæta öryggis lands og þjóðar og efla hag landsmanna og samfélagsins alls. Skýrslan mikla og góða sýnir að svo var ekki hin síðari ár. Bjarni virðist sjálfur telja að svo sé ekki nú. Samfellan í þjóðmálum frá því fyrir hrun og kreppu er augljós. Fátt eitt hefur breyst í athafnalífi eða áformum nema helst til hins verra. Menn hugsa enn einkum um fjármál í gervi peningamála einvörðungu. Völd yfir peningamálunum eru enn í höndum þeirra sem með þau fóru fyrir hrun og í hruninu. Áformum um stórvægilegar framkvæmdir eru enn hin sömu og nokkuð lengi fyrir hrun. Nú herðir á áformunum á þeim rökum að greiða verði fyrir mistökin sem ollu hruninu og sköpuðu kreppuna. Fólk þetta ber fyrir sig að það hafi ekki vitað það sem það vissi eða mátti vita og átti að vita. Einnig bera menn fyrir sig skort valdheimilda til skynsamlegra athafna. Vitneskjuskorturinn og valdþurrðin vara enn. En ef samfellan er svona – og hún er það svo sem sjá má og heyra í fréttum á hverjum degi – þá er það sem sjá má sem ágalla stjórnar og stjórnarfars nú sönnun sektar í þeim efnum sem þingið kærir líklega fyrir landsdómi. Mótbárur Bjarna eru því sönnun í því máli sem hann vill kæfa. Kjarni máls þess er réttlát stjórn samfélagsins nú og til frambúðar. Meginmál eru þar öryggi lands og þjóðar og velferð landsmanna og samfélagsins alls. Viturlegur dómur um það sem var fyrir hrun, orsakaði hrunið og stendur enn getur verið og ætti að vera undirstaða sanngjarnrar og réttlátrar skipanar þeirra meginstofnana sem fara með mál okkar í heild. Dómur almennings sem ekki er flokksbundinn eða hagsmunabundinn er þegar genginn og eindreginn: stjórnvöld brugðust og bregðast enn. Refsingar sem almenningi þættu hæfilegar eru ekki miðaðar við svokallaða pólitíska ábyrgð, né heldur við ákvæði í lögum um ábyrgð valda-aðila ýmissa heldur miklu hörkulegri en lög gætu kveðið á um. En refsing skiptir hér ekki máli heldur miklu fremur sakfellingin ein. Hún sýndi svo ekki yrði um villst að svona átti þetta ekki að vera, svona má það ekki vera, svona viljum við ekki hafa það. Þetta beinist ekki aðeins að þeim sem kunna að verða sakfelldir heldur fremur að þeim sem nú fara með völd eða sækjast eftir þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 25. septem-ber eru þau ummæli höfð úr grein Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu frá deginum áður að verði ráðherrar fyrri stjórnar sóttir til sakar fyrir landsdómi á grunni mats, mætti allt eins sækja núverandi ráðherra til sakar á sams konar grunni. Vafalítið hefur Bjarni þarna rétt að mæla þótt það séu ef til vill ekki lög sem hann mælir. Líklegt að hann hafi þarna fundið kjarna þess sem nú er um að tefla fyrir þingi. Þessi kjarni er það að skoða hvort við búum við stjórn og stjórnarfar sem dygðu til að gæta öryggis lands og þjóðar og efla hag landsmanna og samfélagsins alls. Skýrslan mikla og góða sýnir að svo var ekki hin síðari ár. Bjarni virðist sjálfur telja að svo sé ekki nú. Samfellan í þjóðmálum frá því fyrir hrun og kreppu er augljós. Fátt eitt hefur breyst í athafnalífi eða áformum nema helst til hins verra. Menn hugsa enn einkum um fjármál í gervi peningamála einvörðungu. Völd yfir peningamálunum eru enn í höndum þeirra sem með þau fóru fyrir hrun og í hruninu. Áformum um stórvægilegar framkvæmdir eru enn hin sömu og nokkuð lengi fyrir hrun. Nú herðir á áformunum á þeim rökum að greiða verði fyrir mistökin sem ollu hruninu og sköpuðu kreppuna. Fólk þetta ber fyrir sig að það hafi ekki vitað það sem það vissi eða mátti vita og átti að vita. Einnig bera menn fyrir sig skort valdheimilda til skynsamlegra athafna. Vitneskjuskorturinn og valdþurrðin vara enn. En ef samfellan er svona – og hún er það svo sem sjá má og heyra í fréttum á hverjum degi – þá er það sem sjá má sem ágalla stjórnar og stjórnarfars nú sönnun sektar í þeim efnum sem þingið kærir líklega fyrir landsdómi. Mótbárur Bjarna eru því sönnun í því máli sem hann vill kæfa. Kjarni máls þess er réttlát stjórn samfélagsins nú og til frambúðar. Meginmál eru þar öryggi lands og þjóðar og velferð landsmanna og samfélagsins alls. Viturlegur dómur um það sem var fyrir hrun, orsakaði hrunið og stendur enn getur verið og ætti að vera undirstaða sanngjarnrar og réttlátrar skipanar þeirra meginstofnana sem fara með mál okkar í heild. Dómur almennings sem ekki er flokksbundinn eða hagsmunabundinn er þegar genginn og eindreginn: stjórnvöld brugðust og bregðast enn. Refsingar sem almenningi þættu hæfilegar eru ekki miðaðar við svokallaða pólitíska ábyrgð, né heldur við ákvæði í lögum um ábyrgð valda-aðila ýmissa heldur miklu hörkulegri en lög gætu kveðið á um. En refsing skiptir hér ekki máli heldur miklu fremur sakfellingin ein. Hún sýndi svo ekki yrði um villst að svona átti þetta ekki að vera, svona má það ekki vera, svona viljum við ekki hafa það. Þetta beinist ekki aðeins að þeim sem kunna að verða sakfelldir heldur fremur að þeim sem nú fara með völd eða sækjast eftir þeim.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar